fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Betra sjaldan og vel en oft og illa: 40 hlutir sem fertugar konur geta sagt þér um kynlíf – Síðari hluti

Fókus
Laugardaginn 5. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað vita fertugar konur um kynlíf sem yngri konur vita ekki? Jú. Það er augljóslega ansi margt.

Fókus-liðar birtu fyrri hluta þessarar fróðlegu samantektar í vikunni og hér kemur framhaldið, ykkur lesendum til gagns og gamans. Byrjum á kossunum…

22. Ef hann kann að kyssa. 

… þá eru bæði meiri líkur á góðu sambandi OG góðu kynlífi. „It’s in his kiss“, eins og stelpurnar sungu.

23. Dömurnar fyrst. 

Það eru mikið meiri líkur á að hún sé til í að hjálpa honum eftir að hún er búin að skreppa upp í sjöunda H-ið. Svo það gildir í þessu sem öðru: „Damerne først.“

24. Það dugar ekki að djöflast bara. 

Fæstar konur fá það við samfarir. Vegna þess að flestar konur fá það þegar snípurinn er örvaður og hann örvast ekki alltaf við samfarir.

25. Minna kynlíf, meiri vinna.

Ef þið eruð ekki að gera það,- hvað eruð þið þá að gera? Örugglega vinna of mikið. 32.000 þáttakendur í rannsókn á vegum Gottingen háskólans í Þýskalandi sögðust sökkva sér í vinnu til að forðast kynlífs vandræði heima fyrir. Bo-RING.

26. Sýndu skoru. 

Alveg sama hvað konur eru gamlar þá virkar það alltaf að sýna smá skoru ef þær vilja láta til sín taka og taka eftir sér. Það er að minnsta kosti betra en að hafa svo hneppt upp í háls að konan er að kafna. Skoran er skemmtileg af og til… Þó ekki sé nema bara fyrir dömurnar sjálfar. Til að fá þessa „Ohhh ég er æði“ tilfinningu. Hressa aðeins upp á mannskapinn.

Sophia Loren og Jane Mansfield í heimsfrægri „skoru-keppni“ hér um árið.

27. Að þú sýnir frumkvæði… 

…er jafn skemmtilegt fyrir ykkur bæði.

28. Það er ekki þú, það er hann.

Öfugt við mýturnar þá eru karlmenn ekki alltaf til í tuskið, – og þá sérstaklega þessir sem eru orðnir miðaldra. Eftir fertugsaldurinn minnkar framleiðsla testósteróns hjá karlmönnum og það dregur úr kynhvöt þeirra. Mesta fallið er svo milli 45-50. Þannig að ef þetta tekur hann lengri tíma, eða ef hann virðist vera í minna stuði. Ekki pína hann. En plataðu hann kannski til að kíkja í mælingu til læknis.

29. Honum/henni er sama þó þú hafir bætt aðeins á þig.

Í alvöru. Og sálin í okkur er yfirleitt sáttari með pínu bumbu frekar sixpakk. Svo hafa rannsóknir sýnt fram á þetta líka.

30. Geirvörtur karlmannsins eru ekki alveg tilgangslausar.

Sumir karlmenn hafa jafnvel meiri tilfinningu í sínum heldur en konur. Ótrúlega margir karlmenn örvast af snertingu við geirvörturnar en fæstir biðja konur um að fitla við þær.

31. Það hefur enginn áhuga. 

Kynlíf ykkar í smáatriðum? Nei, það er enginn að deyja úr spenningi. Síst af öllu bestu vinkonurnar, systur, frændur eða frænkur. Milli 20-30 erum við frekar áhugasöm, enda enn að læra svo margt, en þegar þú ert orðin „full grown“ þá er þetta bara. Það þarf ekkert að ræða það eitthvað sérstaklega.

Betra sjaldnar og vel en oft og illa

32. Dónatal er skemmtilegt.

 Það er gaman að tala dónalega. Það er að segja ef það er ekki vandræðalegt. Byrjaðu bara rólega, svo má alltaf bæta í.

33. Skyndikynni eru ekki fyrir alla.

Kannanir hafa leitt í ljós að karlar eru mikið meira fyrir skyndikynni en konur. Hvað sem þér sem konu, eða karli, kann að finnast um þau, sjáðu þá til þess að þú farir ekki yfir eigin mörk.

34. Það má.

Það sem einu sinni fékk þig til að roðna, bara við að hugsa um það… er ekkert mál þegar þú ert komin á fertugs eða fimmtugsaldur. Þú ert orðin „allt of gömul/gamall“ til að eyða tímanum í bældar tilfinningar svo hömlurnar fá bara að fjúka. Nú er tíminn til að gera allt þetta sem þig hefur dreymt um en aldrei þorað. Og það eru 99% líkur á að ef þér finnst tilhugsunin skemmtileg þá finnst makanum það líka.

35. Tærnar tikka. 

Næst þegar þú blæst á miðjuna skaltu prófa að fara enn neðar og heilsa upp á táslurnar (að því gefnu að þær séu tandurhreinar og í góðu standi). Tær, fingur, eyrnasneplar og hálsar eru mjög örvandi svæði á bæði konum og körlum. Sjáðu hvað gerist.

36. Honum er sama þó þú sért ekki nýkomin úr baði.

 Hann er bara svo glaður að vera að gera’ða. Myndi þér ekki líka vera sama?

37. Þetta ert ekki þú, heldur hormónarnir.

Það sama gildir fyrir konur og karla. Um miðjan aldur förum við aftur á gelgjuna og hormónadótið fer allt í rugl. Sem dæmi:

  • Kona er endalaust á blæðingum
  • Karla langar en geta ekki
  • Kynhvötin gufar upp
  • Hún þornar eins og Vogur
  • og sveiflast til í skapinu

… svo fátt eitt sé nefnt. Prófaðu að láta kíkja á þig og/eða lestu eins mikið og þú getur um breytingaaldurinn, mataræði og hvað sé eiginlega í gangi. Það eru til allskonar leiðir til að gera sér þetta seinna gelgjuskeið auðveldara.

38. Rómantíkin er lífsseig. 

Það er svo gaman hvað þetta vísindafólk nennir að rannsaka. Árið 2009 komust vísindamenn við Stony Brook háskólann í Kaliforníu að því að rómantíkin og kynferðislega kemistrían í samböndum getur enst út í eitt í langtímasamböndum. Ef þér finnst ástríðuna sem oft er að finna í upphafi, eða stuttum samböndum vanta, þá er það bara gott. Þá þýðir það að þið eruð líka laus við óöryggið og kvíðann sem fylgir fyrstu stigunum.

39. Giftu þig og gerðu það oftar.

 Þetta finnst kannski sumum ótrúlegt en miðaldra fólk sem er gift, gerir það mikið oftar en einhleypir jafnaldrar þeirra. Það er samt ekkert verið að sprengja neina skala. Verum alveg róleg. Gift fólk gerir það að meðaltali 69 sinnum á ári (vúhú)…. en það er samt alveg níu sinnum oftar en einhleypa fólkið. Mundu bara að tíðni og gæði fara ekki alltaf saman. Betra sjaldnar og vel en oft og illa.

40. Honum finnst þú æsandi… eins og þú ert.

Og henni. Þér þarf bara að finnast það líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki