fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fókus

FEGURÐ & ÚTLIT ~ Diskótekarinn Jói Bé (41): Fokdýr rakspíri og 8. stunda kremið frá Arden

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 18. maí 2018 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diskótekarinn og hljóðhönnuðurinn Jóhannes B. Bjarnason, betur þekktur sem Gullfoss eða Jói Bé, er nokkuð hnitmiðaður í sinni „bjútí rútínu“.

Stundum kemur það þó fyrir að hann leggi aðeins meira á sig en vanalega til að líta betur út og ekki hikar hann við að spreða í góðan ilm enda fænallí búinn að finna hinn eina rétta.

Hvað ertu lengi í sturtu?

Fer algjörlega eftir því hvernig ég er stemmdur, get verið mjög lengi en á líka hraðþvottaprógramm.

Notarðu kornaskrúbb?

Já, það kemur alveg fyrir.

Hvaða krem finnst þér best?

8 HR kremið frá Elisabeth Arden er lífsbjörgin mín á veturna.

En varasalvi?

8 HR kremið frá Elisabeth Arden er lífsbjörgin mín á veturna.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur lagt á þig til að lúkka betur?

Láta aflita á mér hárið til að komast í grímubúning.

Nú þekkir þú fullt af frægu fólki. Hvaða selebbi lyktar best?

Reynir Lyngdal, leikstjóri og meðplötusnúður minn í Gullfossi og Geysi. Hann ilmar eins og vorið.

Jói og Reynir Lyngdal ganga undir diskótekaranöfnunum Gullfoss og Geysir. Hér eru þeir spariklæddir á góðri stund í IÐNÓ.

Hver sér um hárið á þér?

Ævar Österby á Slippnum.

Áttu einhverja uppáhalds tannkremstegund?

Nei.

Notarðu olíu í skeggið?

Já, það kemur fyrir.

Áttu uppáhalds smoothie?

Nei en ég á uppáhaldskokteil.

Ferðu í ljós eða notarðu brúnkukrem?

Nei.

Jói fer ekki í ljós

 

Hvað áttu marga rakspíra og hver er uppáhalds rakspírinn þinn?

Er búinn að finna minn, og sá heitir Duro frá Nasamotto Madison).

Lélegasta snyrtivara sem þú hefur átt?

Eitthvað hárpródukt sem ég man ekki hvað heitir, en það kemur gormahljóð ef þú bankar í dolluna, ef væri ekki fyrir þetta hljóð væri þetta komið í ruslið.

Dýrasta snyrtivaran þín?

Téður rakspíri.

Hvert ferðu í vax?

Íslensku Alpana.

Greiða eða bursti?

Bursti.

Hverju stelurðu úr snyrtibuddu makans?

Hárolíu.

Notarðu aðhaldsföt?

Nei.

Boxer eða briefs?

Boxer briefs.

Þú ert beðin um að sitja fyrir í Lewis auglýsingu og hefur eina viku til að flíkka rækilega upp á útlitið. Hvað gerirðu?

Hringi rakleiðis í Daða Einarsson effectasérfræðing og læt hann sjá um að ég dauðlooki.

Að lokum – myndirðu prófa bótox eða varafyllingu upp á djókið?

Á leiðinni á gott grímuball – ekki spurning!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“

Gítarleikari Sepultura í viðtali við DV – „Þungarokk er best, maður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti

Sjáðu myndirnar: Stjörnuparið gekk rauða dregilinn saman í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“

Svavar Elliði fór í hárígræðslu í Tyrklandi – „Ég held ég myndi ekki gera þetta aftur“