fbpx
Mánudagur 27.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Hin stórkostlega frú Maisel snýr aftur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. desember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur sería þáttanna The Marvelous MrsMaisel eru komnir út á Amazon Prime

Hin stórkostlega frú Maisel er snúin aftur í annarri seríu þáttanna The Marvelous MrsMaisel. Þættirnir fjalla um frú Maisel sem er húsmóðir á sjötta áratugnum. Eiginmaður hennar vinnur sem kaupsýslumaður á daginn, en hálf glataður uppistandari á kvöldin. Maisel mætir á allar sýningar eiginmannsins, metur viðbrögð áhorfenda og gerir tillögur að úrbótum, jafnvel semur hún heilu brandarana. Dag einn kemst Maisel að því að maður hennar hefur verið henni ótrúr. Reið og ölvuð ráfar hún inn á barinn þar sem maður hennar hafði verið með uppistand, ráfar upp á svið, grípur míkrófóninn og deilir raunum sínum með áhorfendum. Kemur þá á daginn að frú Maisel er bara svona líka svakalega fyndin og bráðefnilegur grínisti. Við tekur mikið púsluspil hjá frú Maisel að flétta saman fjölskyldulífi og uppistandinu. Hún þarf einnig að ákveða hvernig hún ætlar að takast á við hliðarspor eiginmannsins og hvað með gagnrýnina um að húmorinn hennar sé aðeins of langt fyrir neðan beltisstað?

Þættirnir eru úr smiðju Amy Sherman-Palladino sem einnig gerði þættina Gillmore Girls um mæðgurnar Lorelai og Rory. Með aðalhlutverk fara,  meðal annars, Rachel Brosnahan, Alex Borstein og Tony Shalhoub. Fyrsta serían kom út í fyrra og hlaut góða dóma. Inn á vefsíðu IMDB fær þáttaröðin einkunnina 8,7 og fengu þættirnir fjölda Emmy verðlauna, meðal annars fyrir bestu grínþættina, bestu leikkonu í grínþáttum og bestu aukaleikkonu í grínþætti. Þættirnir hlutu einnig Gyllta hnöttinn fyrir Bestu grínþætti og bestu leikkonu í grínþáttum.

Þættina má finna á Amazon Prime

Stikla fyrir fyrstu seríu þáttanna

Stikla fyrir aðra seríu þáttanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Hatrammar nágrannaerjur: „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir“

Hatrammar nágrannaerjur: „Farðu að kúka og skilaðu tíund af því sem Rebbi refur segir“
Fókus
Í gær

Ragna er bæjarlistamaður Kópavogs

Ragna er bæjarlistamaður Kópavogs