fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Degi íslenskrar tónlistar fagnað

Guðni Einarsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 21:30

Amabadama

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Grétarsson hlaut heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar við hátíðlega athöfn á Skelfiskmarkaðnum í dag. Viðburðurinn var í beinni útsendingu á Rás 1, Rás 2 ásamt vef- og samfélagsmiðlum.

SAMTÓNN stendur árlega fyrir Degi íslenskrar tónlistar og veitir verðlaun þeim sem skarað hafa fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð eða almennum stuðningi við íslenska tónlist.

Amabadama

Pétur fékk verðlaunin fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenskrar tónlistar. Verðlaunin eru veitt fyrir einstaklega vandaða og innihaldsríka umfjöllun um íslenska tónlist í útvarpi um langa hríð – sem er öðrum til eftirbreytni.

Þættir hans hafa vakið sérstaka athygli fyrir eftirtektarverða dýpt í umfjöllun, frumlega framsetningu og fundvísi á hið fágæta.

Einnig hefur hann sýnt alúð og ræktarsemi við íslenska djasstónlist sem framkvæmdastjóri djasshátíðar í Reykjavík og ekki þarf að fjölyrða um dýrmætt framlag hans til tónlistarsköpunar um langa hríð.

Sjónvarpsþátturinn Vikan með Gísla Marteini, útvarps- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson og Útvarp 101 voru einnig verðlaunuð í tilefni dagsins.

Gluggann fær Vikan með Gísla Marteini fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi. Framleiðandi þáttarins er Ragnheiður Thorsteinsson og stjórnandi þáttarins Gísli Marteinn Baldursson.

Vikan með Gísla Mareini fékk viðurkenningu

Þorkell Máni Pétursson, best þekktur sem Máni á Xinu, fékk sérstök hvatningarverðlaun fyrir að rækta jaðarinn og hefja merkisbera íslenskrar tónlistar til nýrra vegsemda.

Sérstök nýsköpunarverðlaun fær útvarpsstöðin Útvarp 101 fyrir lofsverða djörfung í hörðum heimi miðlunar en stefna útvarpsstöðvarinnar er að spila að minnsta kosti 50 prósent íslenskt og að minnsta kosti 50 prósent með kvenflytjendum og/eða höfundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“