fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Stallone og Lundgren andstæðingar aftur á hvíta tjaldinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erkifjendurnir Sylvester Stallone og Dolph Lundgren, sem áttust við í kvikmyndinni Rocky IV árið 1985, sameinast nú aftur á hvíta tjaldinu í Creed II, sem er „spin-off“ af Rocky myndabálknum.

Lundgren bregður sér aftur í hlutverk Ivan Drago og segir hann í viðtali við Sky News að það hafi verið gaman að vinna aftur með Stallone, sem Lundgren, segir einn af þeim vitrustu í bransanum.

„Hann er góður gaur, mjög klár, fyndinn og hnyttinn. Þú veist af því að hann leikur þessa karaktera, sem segja ekki mikið, þá heldur fólk að hann sé þannig, en svo er ekki, hann er mjög klár. Einn sá klárasti í Hollywood.

Þú skapar ekki þrjú stórvirki, Rocky, Rambo og The Expendables, með því að vera heimskur, þannig er það bara.

Hann hefur gert það og hver annar? Kannski Spielberg og Lucas.“

Myndin er önnur í röðinni, en Creed kom út 2015. Myndin verður sú áttunda í sagnabálkinum um Rocky, en þá fyrstu skrifaði Stallone skítblankur í leit að næsta hlutverki. Þegar handritið komst loksins á koppinn hjá framleiðendum þurfti Stallone að berjast fyrir að fá að leika tiltilhlutverkið. Allir vita hvernig það tókst til og Stallone tók óskarsstyttuna heim 1976. Er myndin talin ein af bestu íþróttamyndum allra tíma.

Myndin er sú fimmta sem félagarnir vinna að saman, en Lundgren lék einnig í þremur The Expendables myndum. „Þessi er svolítið öðruvísi af því að núna erum við aftur andstæðingar, líkt og í fyrstu myndinni.“

„Síðan gerðum við þrjár Expendables myndir, sem eru fyndnari en þessi fyrsta, og við erum bara að skiptast á bröndurum og skjóta af byssum og hlaupa um, á bátum og eitthvað, þyrlum. Núna erum við með senur þar sem við sitjum saman og eigum samtal sem fyllir nokkrar blaðsíður. Þetta er meira svona leikari með meðleikara.“

Dolph Lundgren og Florian Munteanu, lsem eikur Viktor Drago, son hans í myndinni

Florian Munteanu, leikur Viktor Drago, son Ivans og segir hann um myndina að hún hafi verið „frábær reynsla og heiður að vinna með goðsögnum og einnig yngri leikurunum.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fyrir 2 dögum

KGB vildi eyðileggja leiðtogafundinn í Höfða

KGB vildi eyðileggja leiðtogafundinn í Höfða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leoncie segir Jimmy Fallon hafa boðið sér í þáttinn – Vildi sex stafa tölu fyrir: „Ég er ekki ódýr“

Leoncie segir Jimmy Fallon hafa boðið sér í þáttinn – Vildi sex stafa tölu fyrir: „Ég er ekki ódýr“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Axel er maðurinn sem lætur þig líta vel út á samfélagsmiðlum – Meira að segja á Tinder: „Maður þarf að hjálpa öllum“

Axel er maðurinn sem lætur þig líta vel út á samfélagsmiðlum – Meira að segja á Tinder: „Maður þarf að hjálpa öllum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriksdóttir: „Ég er orðin svo hrædd“

Margrét Friðriksdóttir: „Ég er orðin svo hrædd“