fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kolbrún segir sönnunarfærslu torveldari í kynferðisbrotamálum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 22:00

Kolbrún Benediktsdóttir segir að umræðunni hætti til að vera svart hvít

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum birti Agnes Bára Aradóttir brot úr skýrslutöku yfir manni sem hún kærði fyrir nauðgun. Ekki var gefin út ákæra í málinu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis, þrátt fyrir að sakborningur virðist játa að hafa gert sér grein fyrir að kynferðislegir tilburðir hans væru brotaþola í óþökk.

Blaðamaður settist af þessu tilefni niður með Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara til að ræða um rannsóknir og saksókn kynferðisbrota á Íslandi.

Þetta er brot úr stærra viðtali úr helgarblaði DV

Játning ekki sama og játning

Við meðferð sakamáls er krafist milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir dómi. Í því felst að sönnunargagna skuli aflað og þau færð fram fyrir dómara. Ef játning er gefin við við skýrslutöku hjá lögreglu en sakborningur neitar sökum fyrir dómi þá gerir þessi krafa um milliliðalausa sönnunarfærslu það að verkum að játning fyrir lögreglunni getur haft minna gildi. Komi því ekki til frekari gögn gegn sakborningi er varhugavert fyrir dómara að fella dóm á grunni slíkrar játningar einnar saman.

Um þetta segir Kolbrún að það nægi ekki í öllum tilvikum að sakborningur játi eitthvað við skýrslutöku hjá lögreglu. „Það þarf alltaf að fara yfir gögnin og meta það hversu líklegt sé að játningin sé rétt og hvort í málinu finnist fyrir gögn sem styðja við játninguna. Eftir því sem brot eru alvarlegri aukast kröfur til játningarinnar og til þess að hún styðjist við önnur gögn.“ Kolbrún minnir á að bæði ákæruvald og dómsvald beri lagaleg skylda til að viðhalda hlutleysi í öllum sínum störfum. Markmið þeirra er að leiða í ljós hið sanna og rétta.

Kolbrún getur ekki tjáð sig um einstaka mál en tekur þó fram að í opinberri umræðu um kynferðisbrot liggi ekki fyrir öll gögn málsins en það geti gefið almenningi bjagaða mynd af málum. Vissulega getur játning haft áhrif á rannsókn máls en eftir því sem brotin eru alvarlegri eykst krafan um að hún sé studd gögnum. Kolbrún segir það óalgengt í nauðgunarmálum að sakaðir játi á sig sakir, ólíkt því sem tíðkist oft í öðrum brotaflokkum.

Sönnunarfærslan ekki þyngri, heldur torveldari

Í umræðunni er oft hent fram fullyrðingu um þyngri sönnunarfærslu í kynferðisbrotamálum. Kolbrún telur það byggt á misskilningi. „Reglurnar um sönnunarbyrði eru alltaf þær sömu. Það er ákæruvaldið sem ber sönnunarbyrðina og þarf að sanna allt það sem er hinum kærða í óhag.“

Sérstaða kynferðisbrota felist þó í hvers konar sönnunargögnum ákæruvaldið hafi úr að moða. Í nauðgunarmálum skiptir framburður brotaþola og geranda oft mestu og stundum er engum öðrum gögnum fyrir að fara. „Við erum oftast með tvo framburði, geranda og þolanda.“ Því skiptir framburður einstaklinga mun meira máli í brotaflokknum heldur en til dæmis í efnahagsbrotamálum þar sem oftast er fyrir að fara sýnilegum og áþreifanlegum sönnunargögnum og framburður getur því skipt þar mun minna máli en ella þegar mikið af sönnunargögnum liggur fyrir.

Þegar ákæruvaldið er að meta hvort ákæra verði gefin út í einstöku máli þarf að fara vel yfir framburð málsaðila. „Við erum þá að kanna hvort innbyrðissamræmi sé í frásögn aðila.“  Þó er þess ekki krafist að aðilar greini frá atvikum nákvæmlega eins milli skýrslutakna og til þess tekur ákæruvaldið fullt tillit og hefur hlotið þjálfun í að meta eðlilegt misræmi. Mikið af tíma saksóknara fer í að horfa á myndbandsupptökur af skýrslutökum til að gera trúverðugleikamat á framburði. Eðlilegt misræmi getur til dæmist falist í því að brotaþoli eða meintur gerandi séu í miklu uppnámi við upphaflega skýrslutöku, vegna þá brots eða handtöku, einnig getur tími liðið milli þess sem skýrslur eru teknar af sama aðila. Staðan torveldist þegar framburður beggja aðila eru metnir trúverðugir og ekki eru til frekari sönnunargögn. „Við þurfum að fara eftir sönnunargögnunum og ef ég hef ekkert í höndunum nema tvo trúverðuga framburði og engin önnur gögn, þá hef ég í rauninni ekki neitt og ber lagaleg skylda til að fella málið niður.“ Þetta stafar af því að saksóknarar eiga ekki að fara með mál fyrir dóm nema þeir telji það líklegt til sakfellis. „Ef við teljum að þarna sé eitthvað sem getur stutt við framburð, þá ákærum við.“

Hversu líklegt til sakfellis?

En þá vaknar spurningin um hversu viss saksóknari þurfi að vera í sinni sök til að fara með mál fyrir dóm. Hundrað prósent? Öll mál yfir fimmtíu prósentum? „Þetta er mjög áleitin spurning fyrir saksóknara að spyrja sig. Flestir sem vinna á þessu sviði eru sammála um að mörkin liggi markvert lægra í kynferðisbrotamálum en í öðrum brotaflokkum og við látum frekar reyna á þau heldur en önnur brot.“

Varðandi tölfræði yfir sakfellingar í kynferðisbrotamálum, segir Kolbrún að þær tölur séu í beinu samhengi við það sem að framan segir, saksóknarar reyna frekar að sækja kynferðisbrotamál þó svo þeir meti líkur til sakfellingar lægri en í öðrum málum, en hlutfall sakfellinga í kynferðisbrotamálum er svona í kringum 70%, sem er töluvert lægra en í öðrum brotaflokkum. „Ef sakfellingahlutfallið í kynferðisbrotum yrði 90% þá þætti mér við saksóknarar ekki vera að sinna hlutverki okkar. Það er eðlilegt að þetta hlutfall sé lægra út af þeirri sérstöðu sem brotaflokkurinn hefur.“

Kolbrún segir að margt hafi breyst til batnaðar á síðustu misserum. Rannsóknarvinnan hefur batnað mikið, reynt er að sækja fleiri mál og dómstólar farnir að veita gögnum á borð við sálfræðiskýrslur mun meira vægi en til dæmis fyrir 20 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum