fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Kjartan finnur fyrir stöðugum sársauka: „Ég var á skömmtum sem hefðu líklega nægt til að drepa fíl“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Þór Kjartansson eða Kjartan á Múla, er vel þekktur meðal hundaeigenda í Facebook-hópnum Hundasamfélagið. Þar deilir hann myndum af Bellu sinni sem er glaðlyndur Golden Retriever. Bella er hamingjusamur hundur og Kjartan er umhyggjusamur eigandi. En sagan af því af hverju Kjartan ákvað að fá sér hund og hvaða stefnu líf hans tók eftir þá ákvörðun er hvort tveggja sorgleg og falleg.

Neðangreint er hluti af stærra viðtali sem birtist í helgarblaði DV

 

Blóðtappar í lungum

En sársaukinn var ekki eini heilsubrestur Kjartans. „Ég hef tvisvar sinnum fengið blóðtappa í lungun. Í bæði skiptin skiptu tapparnir hundruðum. Ég var hættur að geta andað eðlilega. Fyrst hélt ég að ég væri bara kominn í svona ofsalega slæmt form en þegar ég fór upp á spítala var mér tilkynnt að ég væri nánast við dauðans dyr.“

Ofsalegur sársauki krefst ofsalega verkjastillandi lyfja og Kjartan var þarna kominn á mjög stóran skammt af morfíni og hafði bætt á sig rúmlega fimmtíu kílóum vegna kyrrsetu. „Ég var á skömmtum sem hefðu líklega nægt til að drepa fíl. Ég er búinn að vera svo lengi á morfíni að líkaminn hefur myndað þol gagnvart því. En ég var á morfíni því annars hefði ég verið öskrandi af sársauka.“

Kjartan skrapp í frí til Tenerife og þá fór hann aftur að finna fyrir andþyngslum. Þegar hann komst undir læknishendur kom í ljós að hann var aftur kominn með fjölda blóðtappa í lungun. „Eftir að ég fékk blóðtappana í fyrra skiptið sögðu læknar við mig að ég þyrfti að fara að hreyfa mig og grennast. Morfínskammtinum mínum var samt haldið óbreyttum. Þarna lá ég bara allan daginn og gerði ekki neitt. Hugsaði bara að ég myndi byrja að hreyfa mig á morgun, en lét svo aldrei verða af því. Svo eftir að ég fékk blóðtappa í seinna skiptið sá læknirinn, sem ég lenti á þá, tengsl á milli morfínsins og tappanna.“

Þurfti að minnka morfínskammtinn

Læknirinn sagði Kjartani að hann yrði að minnka morfínskammtinn og byrja að hreyfa sig. Morfín er afar ávanabindandi og læknirinn vissi því að það yrði erfitt fyrir Kjartan að minnka skammtinn hjálparlaust. „Mér voru gefnir tveir kostir, að gera þetta sjálfur, eða fara inn á Vog til að fá aðstoð. Ég ákvað að fara inn á Vog og þar tókst mér að trappa mig niður þar til ég tók aðeins um þriðjung af skammtinum sem ég var á.“

Kjartan mátti ekki alfarið hætta á morfíninu því hann þarfnast þess vegna verkja. Þegar hann fór inn á Vog var hann enn með vírinn í hryggnum og þurfti því minna af verkjastillandi lyfjum. Eftir að vírinn var tekinn þurfti svo að aðlaga skammtinn að nýju. „Ég er hjá verkjateyminu hjá Landspítalanum, þau taka við erfiðustu verkjunum. Ég er með beina línu við verkjahjúkrunarfræðing og það er hringt í mig að minnsta kosti tvisvar í viku til að taka stöðuna. Ef eitthvað er að þá hringi ég í þau og þarf aldrei að bíða lengi eftir viðbrögðum. Allt sem ég lendi í er svo alvarlegt. Venjulegur læknir hefur einfaldlega ekki tíma fyrir þetta.“

Var orðinn sófakartafla

Áður en að Kjartan slasaðist var hann í fantagóðu formi. „Þegar ég slasast var ég um hundrað kíló og rétt um tólf prósent í líkamsfitu. Ég hljóp maraþon, ég hljóp hálft maraþon í sjóstakk, ég lyfti, ég kleif fjöll, ég gerði allt. Allt. Ég var í últraformi. Ég var að safna fyrir alls konar styrktarfélög og hélt úti síðu þar sem fólk gat heitið á mig í alls konar tilgangi. Þetta var bara það skemmtilegasta sem ég gerði.“

Eftir slysið breyttust aðstæður Kjartans mikið, hann bjó ekki yfir sömu hreysti og fyrir slysið og fyrirséð að hann yrði aldrei samur. Það var eðlilega mikið áfall. „Ég var heppinn að lenda á góðum lækni sem spurði: „Kjartan þarftu ekki að tala við einhvern“. Ég var bara að taka þetta á sjómennskunni, var ákveðinn að fara aftur á sjó eftir nokkra mánuði, síðan ætlaði ég að fara eftir ár, en að lokum þurfti ég að viðurkenna fyrir sjálfum mér að ég færi aldrei aftur á sjó.“

Læknirinn rak Kjartan í sálfræðimeðferð til að vinna úr áfallinu og lauk Kjartan henni nýlega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki