fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Listakonan Magga gefur listaverk til styrktar góðum málefnum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. En auk þess að skapa lætur Magga líka gott af sér leiða og seldi nýlega verk til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og gaf annað til Villikatta, sem félagið selur til styrktar Hákoti.

Myndin sem Villikettir selja til styrktar Hákoti.

„Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ sagði Magga í viðtali við DV í fyrra og sagði innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýlmyndir og veggmyndir. „Flestar hugmyndirnar fæ ég á kvöldin og nóttunni.“

Fölbleikur október, ágóði rann til Krabbameinsfélags Íslands.

Magga hefur málað myndir á veggi hótela og veitingastaða bæði í Reykjavík og á Siglufirði. Og myndir hennar prýða líka fjölmörg íslensk heimili og eins og sjá má á síðu hennar á Facebook, þá eru þær af ýmsum toga. Magga hefur gert tvær seríur; Stjörnumerkjaseríuna og Tvímyndaseríuna. Þá fyrri prýða, eins og nafnið gefur til kynna, 12 myndir af stjörnumerkjunum og í þeirri seinni eru komnar sjö myndir. „Innblásturinn að tvímynda seríunni er íslenskt landslag og lífríki,“ segir Magga, sem vinnur seríuna í Photoshop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi