fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Bjöllum hringt gegn kynferðisofbeldi fyrir utan Landakotskirkju í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hringdu gegn einelti og kynferðisofbeldi!“ heitir viðburður sem haldinn verður fyrir utan Landakotskirkju við Túngötu í Reykjavík í dag kl. 13. Um er að ræða alþjóðlegt átak en viðburðurinn stendur yfir í 7 mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Fólk er hvatt til að taka með sér bjöllur og hringja hvers kyns bjöllum og klukkum hvar sem það er statt.

Engin tilviljun er að þeir sem standa að átakinu hér á landi halda það á þessum stað en kynferðisbrot í Landakotsskóla á síðustu öld komust mjög í hámæli fyrir nokkrum árum er einstaklingar sem beittir höfðu verið ofbeldi þar stigu fram.

Í texta um viðburðinn segir:

„Árlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi er haldinn hátíðlegur á heimsvísu ár hvert, kl. 13:00 að staðartíma í 7. mín. – Eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. – Skólabjöllum, vinnustaðabjöllum, kirkjuklukkum, skipsklukkum. Eða allskonar bjöllum og klukkum er hringt. Þú getur hringt út um allan heim og hvatt allan heiminn til þátttöku.
Barnaníð innan kaþólsku kirkna um heim allan hafa mjög verið í umræðunni síðustu daga, vikur og mánuði.
Konum og börnum er nauðgað í stríðshrjáðum löndum .
TAKIÐ MEÐ YKKUR BJÖLLUR, KLUKKUr OG SLEGLA (Lítinn hamar) !
VIÐ SEGJUM STOPP – HINGAÐ OG EKKI LENGRA !“

Sjá Facebook-síðu viðburðarins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir Íslendingar á fermingardaginn

Frægir Íslendingar á fermingardaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?