fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

People hefur valið kynþokkafyllsta karlmann heims 2018

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Idris Elba hefur verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður í heimi í ár af tímaritinu People. Leikarinn, sem er 46 ára, tekur við keflinu af söngvaranum Blake Shelton, sem var valinn í fyrra.

Elba kom fram í þætti Jimmy Fallon í gærkvöldi þar sem valið var tilkynnt, en aðrir sem komu til álita voru meðal annars Chris Pratt, Michael B. Jordan og Jason Momoa.

Elba, sem er staddur í London við tökur, sagði við Fallon: „Mamma verður svo svo stolt.“ Fallon birti einnig forsíðu blaðsins sem mynd af Elba prýðir, en blaðið kemur út 19. nóvember.

Aðspurður um valið segir Elba það hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Ég var alveg, í alvörunni. Svo leit ég í spegil og sagði við sjálfan mig: Jú þú ert doldið sexý í dag. En til að vera hreinskilinn þá var þetta bara skemmtilegt. Og kom ánægjulega á óvart og gott fyrir egóið.“

Lífsmottó Elba er að iðrast einskis. „Lífið snýst ekki um að hugsa um hvað þú hefðir getað gert. Ég tel að allir ættu að tileinka sér þá hugsun að morgundagurinn er ekki gefinn, þannig að lifðu fyrir daginn í dag og gerðu það sem þú vilt gera í dag.“

Jimmy Fallon opinberar forsíðuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“
Fókus
Í gær

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“