fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Like Last Year gefur út Skyndikynni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 14:00

Mynd tekin frá tónlistarmyndbandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið er áróðurskennt og ögrandi en sendir skilaboð. Það talar um báða póla skyndikynna; vonina og þránna á annan boginn, tómleikann og vonbrigðin á hinn. Það hafa allir lent í því að kynnast einhverri nýrri og spennandi manneskju, ganga kannski aðeins of langt og njóta hennar til fulls. Komast svo fljótt að því að hún var lítið annað en fantasía sem stóðst ekki væntingar.

Mynd tekin frá tökustað tónlistarmyndbandsins Ljósmyndari: Gunnar Þór Gunnarsson

„Hversu oft hefuru vaknað daginn eftir og það eina sem þú hugsar er: „Hvernig kemst ég heim?“ Það fyrsta sem þú finnur eru óþægindin við að vakna við hliðina á einhverjum sem þú þekkir ekki. Þú getur ekki beðið eftir að komast út úr þessum aðstæðum sem þú leitaðir eftir kvöldinu áður,“ segir Harpa Tanja Unnsteinsdóttir söngkona hljómsveitarinnar.

Harpa söngkona og textasmiður Skyndikynni

Myndbandinu var leikstýrt af Ólöfu Birnu Torfadóttur sem hefur hlotið viðurkenningar fyrir stuttmyndirnar sínar, Síðasta sumar, Klofin og Litla Hraun, en þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem hún gerir.

Hljómsveitin Like Last Year er byggð upp af einstaklingum með ólíka bakgrunna og skoðanir. Harpa Tanja nýgræðingur kemur inn með málefnalegar hugmyndir en enga reynslu af tónlistarbransanum og lærir af reynsluboltunum. Haddi Már og Þór Óskar hafa báðir spilað á fjölda hljóðfæra og nýta þá reynslu vel þegar þeir setjast fyrir framan tölvuna að mixa, en þar er Haddi sterkastur á trommurnar og Þór á gítarinn og bassa.
Pésú er nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar og spilar á gítar.

„Framtíð þessa bands er að prufa okkur áfram og það kemur í raun ljós hver spilar á hvað, þegar á líður.”

Hljómsveitarmeðlimir like Last Year, Haddi, Þór Óskar, Pésú og Harpa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi