fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þekktir Íslendingar sem virðast baða sig í formalíni

Fókus
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 10:00

Mæðgurnar og söngdívurnar, Svanhildur Jakobsdóttir og Anna Mjöll Ólafsdóttir, virðast hafa fundið æskubrunninn og geisla af heilbrigði og þrótti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttaálfurinn Magnús Scheving hefur verið eins í marga áratugi. Það er ekki útilokað að mikil hreyfing og heilbrigt mataræði hafi eitthvað með það að gera hvað frumkvöðullinn er glæsilegur á velli.
Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon. Tónlistarmaðurinn og menningarfrömuðurinn Jakob Frímann Magnússon virðist yngjast með hverju árinu. Óaðfinnanlegar strípur og fagleg líkamsumhirða gerir gæfumuninn.
Sama gildir um fyrrverandi spúsu Jakobs Frímanns, Ragnhildi Gísladóttur, sem hefur verið óbreytt frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um fjórum áratugum. Það kemur eflaust reglulega fyrir að Ragga sé spurð um skilríki í Ríkinu.
Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson gæti gengið inn í hvaða menntaskóla sem er, sest á skólabekk og enginn myndi kippa sér upp við það. Þannig hefur það verið í nokkra áratugi og verður eflaust um ókomna tíð.

Eins og gengur þá eldist fólk misvel. Á meðan sumir virðast ávallt eldri en þeir raunverulega eru þá eru aðrir sem virðast hafa gripið æskuljómann tveimur höndum og virðast ekkert á því að sleppa. DV tók saman nokkra þekkta Íslendinga sem eru reglulega í sviðsljósinu en virðast ekki eldast neitt. Hvort þessir einstaklingar baði sig í formalíni á kvöldin skal ósagt látið en líklega unnu þeir fyrsta vinning í genahappdrættinu.

Annar sem er góð auglýsing fyrir hreyfingu og mataræði er rithöfundurinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn, Þorgrímur Þráinsson. Á meðan flestir eldast eins og brauð þá eldist Þorgrímur eins og rauðvín. Samt er hann á móti áfengi.

 

 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, gæti einnig gengið inn í hvaða menntaskóla sem er án þess að vekja neina sérstaka athygli. Hún ber pólitísku reynsluna og lýjandi ábyrgð embættisins ekki utan á sér.

 

 

 

Tónlistarmaðurinn Gunnlaugur Briem hefur ekkert breyst frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Mezzoforte. Það er ekki útilokað að hann sé einhvers konar tímalaus vampíra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir Íslendingar á fermingardaginn

Frægir Íslendingar á fermingardaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?