fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ásdís Rán er gamaldags týpa – Finnst sexí þegar karlmenn „hafa hærri laun en ég“ og „meira vald“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 3. nóvember 2018 09:28

Ásdís Rán orðin löggiltur einkaþjálfari. Mynd: Brynja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan, þyrluflugmaðurinn og frumkvöðullinn Ásdís Rán prýðir forsíðu helgarblaðs DV þar sem hún fer yfir víðan völl eftir árspásu úr sviðsljósinu.

Hún er hispurslaus og ritskoðar sig ekki. Þar af leiðandi hefur hún oft verið á milli tannanna á fólki í gegnum tíðina. Meðal fólks sem hefur gagnrýnt Ásdísi í gegnum tíðina eru femínistar. Hún hefur til að mynda vera sökuð um að viðhalda úreltum staðalímyndum og verið sett í hóp með þekktum karlrembum. Ásdís er bara alls ekkert sammála því að þessar staðalímyndir séu úreltar.

Sjá einnig: Ásdís Rán vildi ekki sofa hjá forstjóranum: Missti vinnu í kjölfarið – „Hann hótaði mér“.

„Þetta er bara smekksatriði. Ég er bara þessi gamaldags týpa sem finnst það sexí þegar að karlmenn kunna að gera vel við konur, hafa hærri laun en ég, meira vald, sjá fyrir heimilinu og þess háttar. Mér finnst ekkert sexí eða virðingarvert við það að bjóða á deit og skipta reikningnum, láta konur borga eða setja karlmenn í þessi hefðbundnu kvenhlutverk. Mér finnst íslenskir karlmenn oft vera orðnir of mótaðir af jafnréttisbaráttunni og þar af leiðandi búnir að týna herramennskunni og orðnir alltof miklar kerlingar. Það er bara ekkert sexí. Við konur erum orðnar svo mikið æðri en þeir í svo mörgu að stundum finnst mér eins og þeir séu að verða að engu smám saman og engin þörf fyrir þá lengur því „við björgum okkur sjálfar í öllu núorðið“,“ segir Ásdís.

„Ég er alveg femínisti eins og allar hinar og styð kvenréttindabaráttu, þótt hún fari út í öfgar hér á Íslandi. Ég „fíla“ það ekki og ég held að fólk skilji alveg hvað ég á við með því,“ bætir hún við og brosir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“
Fókus
Í gær

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“