fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Einfaldlega sú besta – Tina Turner ræðir sjálfsvíg sonar síns í nýlegri ævisögu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 19:00

Tina Turner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin goðsagnakennda Tina Turner fagnaði 79 ára afmæli í gær. Söngkonan hefur selt yfir 200 milljónir platna á heimsvísu og er ein af mest seldu og dáðustu tónlistarmönnum allra tíma.

Í nýlegu viðtali við Will Gompertz ræðir hún ævisögu sína, My Love Story og kennir honum „The Pony,“ dans/göngulagið sem einkennt hefur sviðsframkomu hennar alla tíð.

Turner fagnar 60 árum í bransanum, en hún hefur búið í Sviss í 20 ár, ásamt eiginmanni sínum, Erwin bach, sem hún giftist árið 2013.

Í viðtalinu ræðir Tina einnig veikindi og aðgerð sem hún fór í stuttu eftir brúðkaupið, hversu ólík brúðkaupin hennar tvö voru: árið 1962, þegar hún giftist hinum ofbeldisfulla Ike Turner og árið 2013, þegar hún giftist Erwin Bach, en þau voru þá búin að vera saman í 27 ár, síðan árið 1986.

Auk þess fer hún yfir af hverju hún flutti frá Bandaríkjunum til Sviss, sjálfsvíg sonarins og að lokum hversu stolt hún er af því að það er ennþá nóg að gera hjá henni og tónlistin hennar lifir enn þá.

„Það er erfitt að ræða þetta,“ segir Tina. „Ég veit ekki hvað fékk hann til að taka þessa ákvörðun. Hann var nýbúinn að kynnast nýrri konu, sem ég hitti í jarðarför hans, hann var nýbyrjaður í nýrri vinnu. Það var líklega einmanaleikinn, sem fékk hann til að taka þessa afdrifaríku ákvörðun

Hann var mjög innhverfur, mjög feiminn, þannig að ég vissi ekki að hann átti við nein vandamál að stríða. En eftir á þegar ég hlusta aftur á síðustu símtöl okkar, þá heyri ég setningar sem ég hafði aldrei heyrt áður frá honum. Síðustu tvö skiptin sem við töluðum saman, eru ólíkari þeim fyrri.“

Og hvað ætli sé uppáhalds lag Tinu af öllum þeim lögum sem hún hefur gefið út?

Jú lagið Addicted To Love, lag Robert Palmer sem kom út 1986, en Tina gerði að sínu eigin á tónleikum frá 1986/7, en hennar útgáfa kom fyrst út á plötu tveimur árum seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“