fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

„Ég skilgreini mig sem jafnréttissinna en ekki femínista“

Babl.is
Mánudaginn 26. nóvember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn birtist pistill á Vísi sem bar titillinn ,,Eru konur rusl?” Höfundur pistilsins er Einar Freyr Bergsson, sem segir að pistillinn hafi í raun ekkert átt að fjalla um hvort konur væru rusl, heldur var titillinn tilvitnun í pistil sem birtist í DV um daginn og fjallaði um að karlar væru rusl.

Greinin átti upphaflega að fjalla um titilinn á fréttinni í DV, en síðan var ég kominn út í allt aðrar pælingar og gleymdi að breyta titlinum á skjalinu sem var ,,Konur eru rusl” en ekki í formi spurningar. Síðan sá ég á Vísi að sá titill var á greininni og bað um að fá að breyta því. En þessi pistill snýst ekkert um að konur séu rusl.

Hvað fjallar þá pistillinn um?

Hann fjallar aðallega um þá fullyrðingu að allir karlar séu samsekir einhverjum skíthælum sem brutu af sér fyrir áratugum síðan. Ég sé semsagt samsekur þeim. Ég get ekkert gert til að stoppa það sem aðrir gera af sér, en ef ég er ekki á staðnum get ég varla talist samsekur. Mér finnst fáránlegt að ætla það.

Finnst þér að maður ætti að vera meðvitaður um forréttindastöðu sína?

Jú, ég get svo sem alveg verið sammála því, en ég er samt ekki samsekur neinum sem er að nauðga eða fremja önnur afbrot. Ég er vissulega hvítur karl, ég tilheyri stærsta forréttindahópi í heimi, en ég er samt ekki samsekur öðrum hvítum mönnum. Ég er ekki allur stofninn. Mér finnst virkilega undarlegt að umræðan sé komin á þetta plan árið 2018.”

Hvað finnst þér um hreyfinguna ,,Not all men”?

Femínismi er kominn út í algjört rugl. Femínistar eru orðnir að því sem þeir ætluðu að berjast gegn. Þetta snýst ekki lengur um þá baráttu. Femínismi snýst núna um að karlar mega ekki gera neitt eða segja neitt. Ég er dauðhræddur við að segja mína skoðun. Þessvegna skilgreini ég mig sem jafnréttissinna en ekki femínista.

Eru femínisti og jafnréttissinni ekki hugtök yfir sömu pælinguna?

Nei, þetta er ekki það sama. Skilgreiningin á femínisma er kannski ein en raunin er önnur. Á meðan femínismi er fallegt hugtak þá hefur hann tapað upprunalega tilgangi sínum. Ég var lengi femínisti en svo tók femínisminn þessa hrikalegu U-beygju. Hópurinn ,,Karlar sem gera merkilega hluti” á Facebook er gott dæmi um það, en hópurinn vakti athygli fyrir stuttu vegna grófra ummæla nokkurra hópmeðlima um Jón Steinar Gunnlaugsson sem birti umdeildan pistil fyrir ári um að þolendur Robert Downeys ættu að fyrirgefa honum fyrir kynferðisbrot gegn sér.  ,,Ég vil ekkert hafa með femínisma að gera. Hann er kominn út í algjörar öfgar. Þótt málstaðurinn sé brýnn og nauðsynlegt að berjast fyrir honum er hreyfingin í kringum hann algjört bull.

Það er hvergi jafn mikið af öfgum og hjá þessari hreyfingu. Það hefur byggst upp spenna í fjölda ára og er að brjótast út núna.

Hvernig finnst þér umræðan hafa verið í kringum pistilinn þinn?

Aðallega jákvæð. Svo eru alltaf nokkrir sem eru ósáttir. Ef ég væri alltaf að passa mig að særa engan gerði ég ekkert annað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“
Fókus
Fyrir 1 viku

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ

Stílisti Íslands selur gullfallegt hús í Garðabæ
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir

Sjáðu íbúðina sem Birgitta Líf selur á 70 milljónir
Fókus
Fyrir 1 viku

Manuela og Jón hætt saman

Manuela og Jón hætt saman
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu Jennifer Garner dansa við lag Daða Freys

Sjáðu Jennifer Garner dansa við lag Daða Freys