fbpx
Laugardagur 25.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ósk er þriggja barna einstæð móðir – „Að vera alein og skíthrædd er ömurlegt ástand“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 18:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ósk er einstæð móðir þriggja barna sem öll eru á grunnskólaaldri. Þegar barnsfaðir hennar og sambýlismaður gekk út af heimilinu fyrir nokkru síðan stóð hún ein eftir atvinnulaus, með allar skuldbindingar og 18 þúsund krónur til að endast út mánuðinn.

Sagan er saga úr íslenskum raunveruleika og við höfum breytt aðeins, þar sem konan sem um ræðir vildi ekki koma fram undir nafni barnanna sinna vegna, því valdi blaðamaður að kalla hana Ósk, með þeirri ósk að allir geti framfleytt sér og sínum, í stað þess að velta hverri krónu fyrir sér í hverjum mánuði.

„Þú ert svo dugleg,“ þessa setningu hef ég oft heyrt og jú jú hún herðir mig en mig langar ekkert að verða harðari, mig langar bara að vera elskuð.  Við lifum á tímum þar sem konur eiga að vera rosalega sterkar og sjálfstæðar.  Ég skammast mín því oft og segi sjaldan að mig langi líka að vera elskuð og eiga félaga mér við hlið dag frá degi,“ segir Ósk í samtali við blaðamann DV.

Stundum líður mér eins og ég sé að lítillækka sjálfa mig fyrir að viðurkenna að mig langar að eiga lífsförunaut, fæ það á tilfinninguna að fólk hugsi „pfff getur hún ekki verið ein“?  Þessi spurning kemur þó kannski oftar upp hjá fólki sem er í sambandi eða hjónabandi.

Sambýlismaður Óskar skildi hana eftir með skuldbindingarnar

Ósk var heimavinnandi þegar barnsfaðir hennar og sambýlismaður ákvað að sambandinu væri lokið, pakkaði saman og flutti út. „Þegar ég stóð uppi einstæð móðir með þrjú ung börn þá valdi ég það ekki, ég lenti í þeirri aðstöðu af því að faðir þeirra valdi annað og fór út af heimilinu. Auðvitað var þetta svakalegt áfall fyrir mig, en fólkið mitt áttaði sig ekkert á því, ég gat heldur ekki ætlast til þess en þar af leiðandi var þetta erfiðara,“ segir Ósk, sem átti lítið bakland og vissi ekkert hvert hún átti að leita eftir aðstoð, enda hafði hún ekki gert ráð fyrir að lenda í þessari stöðu.

Eina sem ég hugsaði var: þetta má ekki bitna á börnunum.

Þegar Ósk var orðin einstæð, þá var mánuðurinn hálfnaður og hún átti 18 þúsund krónur til að gera keypt mat og annað út mánuðinn. „Ég þurfti að fara til foreldra minna til að fá lán til að kaupa mat þann mánuðinn. Ég var atvinnulaus með þrjú börn, bíl og hús og að sjálfsögðu gat ég ekki haldið því.“

Ósk gat ekki staðið undir skuldbindingum sínum og að lokum var komið að nauðungarsölu, bankinn leysti til sín íbúðina með einu höggi á eldhúsborðinu.

Ég var inn í herbergi barnsins míns og grét á meðan barnið spurði „hvaða menn eru þetta inn í eldhúsi?“  Auðvitað kom svo að því að ég þurfti að flytja og vá hvað það er ekkert auðvelt þegar maður á bara aldraðan föður að og engan sterkan að til að aðstoða með þungu hlutina.  Ég hringdi því á barnsföður minn og bað hann um að koma og aðstoða við að flytja dótið út.  Hann féllst á það og sagðist ætla að taka vin sinn með, ég varð alsæl og sagðist ætla að kaupa pizzu og bjór fyrir þá af því að þeir væru að koma og hjálpa mér.  Ég gerði það að sjálfsögðu en þeir komu aldrei.  Það var pabbi minn, frændi og nágrannarnir sem hjálpuðu mér.  Auðvitað fékk ég góða hjálp frá vinkonum og systir með því að koma smáhlutum í og upp úr kassa og er ég endalaust þakklát fyrir þær.

Þegar hér er komið sögu horfir Ósk áfram og segir að hún hafi hugsað með sér að þetta sé nú djöfulsins væl. En það sé einmitt ástæðan fyrir að hún tjái sig, „ég þarf ekki alltaf að vera sterk og má viðurkenna vanmátt minn.“

Hefur ekki átt kærasta í mörg ár

Ósk er búin að vera einhleyp síðan hún skildi og segir karlmenn líklega halda að hún sé skrýtin þar sem hún hefur ekki átt kærasta í mörg ár. „Það er alveg magnað hvað maður er góður í að gagnrýna sjálfa sig og hvað gefur það manni? Ekkert nema óöryggi.“

Ósk fór að vinna í stóru fyrirtæki eftir að hún skildi og segist hún hafa fengið öðruvísi meðferð þar, en þeir starfsmenn sem voru í sambandi. Segist hún hafa kviðið fyrir að fara á öll mannamót fyrirtækisins.

Ef fólk var að kyssast út í horni eða inni á klósetti og það spurðist út, þá fékk ég alltaf spurningu frá yfirmanni mínum, hvort þetta hafi verið ég. Ég velti fyrir mér hvort ég hefði verið spurð að þessu ef ég hefði átt mann ?

Það er alveg magnað að finna muninn á hvernig fólk kemur fram við mann miðað við hvort maður sé einstæður/einhleypur eða ekki.  Það er eins og fólk gefi sér meira leyfi á að vera dómharðari og dónalegri við fólk sem er einstætt/einhleypt.  Ég efast þó um að framferði þeirra sé eins varðandi karlkynið, þeir sleppa mun betur held ég, en svo er kannski ekki.  Ég veit það ekki en ég vona svo sannarlega að þeir þurfi ekki að upplifa þessa niðurlægingu.

„Verð að vera andlega til staðar fyrir börnin mín“

Ósk segist ítrekað fá spurninguna: „Hvernig ferðu að þessu?“, frá þeim sem þekkja til hennar stöðu. Svarar hún að fjárhagslega geti hún þetta alls ekki, en andlega verði hún að vera til staðar fyrir börnin sín.

Hvað ætlast fólk til að ég segi?  Á ég að hætta að lifa og hætta að vera til staðar fyrir börnin mín þó svo að ég geti ekki borgað reikningana?  Nei ég ákvað að láta börnin mín ekki lenda undir þó svo að ég gæti ekki borgað þá og ef bærinn, íþróttafélög, skólar og aðrir ætla að láta það bitna á börnunum mínum þá skulu þeir bara gera það, ég ætla ekki að gera það.

Jú jú ég ætti að vera rosalega sterk og hugsa „ef sumir hafa þörf fyrir að vera dónalegir og líta niður á mann þá er eitthvað að því fólki.“  Það er bara erfitt að vera einn og þurfa alltaf að vera sterk.

Ósk bendir að lokum á þessi klassísku orð sem við mættum mörg taka til okkar.

Elskum hvort annað, verum góð við hvort annað og virðum hvort annað, það er okkur öllum hollt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“

Sextán ára að gefa út tónlist: „Fólk veit ekkert hvernig ég er í alvörunni“
Fókus
Í gær

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar

DV leikur sér að heitasta filternum á Snapchat – Sjáið myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skandall skekur Eurovision-heiminn – Alvarleg mistök dómnefndar gætu dregið dilk á eftir sér

Skandall skekur Eurovision-heiminn – Alvarleg mistök dómnefndar gætu dregið dilk á eftir sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá Eiríki – Lýsir mér leið

Nýtt lag frá Eiríki – Lýsir mér leið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“
Fókus
Fyrir 3 dögum

22 smáatriði sem þú tókst pottþétt ekki eftir í lokaþætti Game of Thrones

22 smáatriði sem þú tókst pottþétt ekki eftir í lokaþætti Game of Thrones