fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Ásdís Rán er einhleyp en ekki á Tinder: Hrífst af völdum, gráu hári og herramannsskap

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 20:00

Ásdís Rán. Mynd: Brynja

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta, frumkvöðull og þyrluflugmaður, prýðir forsíðu DV þessa vikuna. Hún hefur haldið sig utan sviðsljóssins síðasta árið og er það algjörlega meðvituð ákvörðun eftir erfitt tímabil í lífinu. Í einlægu viðtali fer hún út um víðan völl og talar meðal annars mikið um ástina. Ásdís sleit samvistir við kærasta sinn, athafnamanninn Jóhann Wium, í sumar og stendur því á tímamótum er varðar ástalífið. Þótt hún hræðist það ekki að vera einhleyp þá segir hún það alls ekki henta sér.

„Það er alltaf ágætt að fá smá tíma fyrir sjálfan sig eftir sambandsslit en ég er alls ekki einhleypa týpan. Það hentar mér ekki. Mér líður miklu betur í sambandi, en hvort Guð gefi mér þann rétta til að deila lífinu með veit ég ekki. Það væri auðvitað draumur,“ segir Ásdís. „Ég er ekki komin á það stig enn að kynnast einhverjum nýjum. Ég hef nú að mestu verið í sambandi síðustu tuttugu árin þannig að ég er enginn sérfræðingur í þeim leiðum sem fólk fer til að finna sér maka,“ bætir hún við og hlær. En er hún ekkert á Tinder?

Forsíða helgarblaðs DV.

„Nei, ég er ekki á Tinder. Svo fer ég sjaldan út á lífið þannig að þetta er hálf vonlaust,“ segir hún og hlær sínum smitandi hlátri. „En ég kynntist nú manninum mínum fyrrverandi bara í Kringlunni og síðasta maka þegar ég var úti að hjóla þannig að ég verð bara að treysta á að guðirnir sendi hann til mín, kannski bara þegar ég fer að kaupa í matinn,“ segir fyrirsætan knáa. Það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr hana hvað í fari karlmanna heilli hana mest.

„Karlmennska, herramannsskapur, stórgerðar hendur, ævintýramennska, fallegur klæðnaður, vald, grá hár og ýmislegt fleira,“ segir hún. En hverju heldur hún að karlmenn hrífist mest af í fari hennar?

„Ég get ekki svarað því hverju þeir heillast mest af í mínu fari. Ég held að það sé bara misjafnt eins og mennirnir. Sumir myndu heillast af því hvað ég er ótrúlega skemmtileg og hæfileikarík og aðrir bara af rassinum,“ segir hún kokhraust.

Ítarlega viðtal við Ásdísi er að finna í helgarblaði DV sem kemur út í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla