fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Þórunn Antonía lamin á skemmtistað – Rifjar upp hræðilega viku

Fókus
Mánudaginn 19. nóvember 2018 19:00

Þórunn á von á barni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona og skemmtikraftur, fór yfir víðan völl í viðtali í útvarpsþættinum Lögum lífsins á K100. Þar greindi hún frá því hvernig hún hataði að fá brjóst sem unglingur og þegar hún var lamin á skemmtistað, svo nokkuð sé nefnt.

Þórunn sagðist hafa verið vandræðaunglingur. „Ég var hressa týpan sem var alltaf verið að sussa á, en var rosa góður námsmaður. Ég er klár stelpa, ég var mjög góð í skóla. Svo verður maður unglingur. Ég hataði að verða unglingur. Ég hataði að fá brjóst og allt sem fylgir kynþroskanum. Ég teipaði niður á mér brjóstin með teygjubindi. Af því að ég var ekki tilbúin í það, mig langaði ekki að það væri litið á mig með öðrum augum. Ég átti fullt af stelpuvinkonum og strákavinum. Mér fannst bara óþægileg þessi athygli sem ég var að fá að vera sexí eða eitthvað slíkt. Ég var ekki tilbúin í það. Ég var mjög lengi í tveimur hettupeysum,“ ´sagði Þórunn.

Í viðtalinu segir hún enn fremur að henni hafi verið nauðgað þegar hún smakkaði fyrst áfengi. „Mér var nauðgað á mínu fyrsta fylleríi. Við erum að drekka, að prófa að drekka áfengi í fyrsta skiptið, og þá er atvik sem gerist, sem ég viðurkenndi ekkert að var nauðgun fyrr en miklu, miklu seinna. Ég var full og ég var að kyssa strákinn, mér fannst alltaf eins og ég hafi boðið upp á það og svo endar þetta svona. Hegðun mín breytist afskaplega mikið í kjölfarið. Ég sé það í dag að þetta er algengt meðal fórnarlamba kynferðisofbeldis og þess vegna finnst mér ég bera ábyrgð á því að tala um þessi mál, sem þolandi sem hefur staðið upp. Mig langar að miðla til ungs fólks að tala opinskátt um það og sérstaklega eldra fólks, sem finnst þetta enn þá feimnismál,“ sagði Þórunn.

Þórunn fór enn fremur yfir erfiða viku í ævi hennar þegar hún missti plötusamning í Bretlandi en á þeim tíma var hún í sambandi með meðlimi hljómsveitarinnar Kasabian. „Við vorum búin að „soft release-a“ plötunni, það var búið að setja hana í búðirnar en ekkert búið að auglýsa hana, bara til að hafa hana sýnilega en svo átti eftir að markaðssetja hana. Svo gerist það að Sony tekur yfir BMG og sér þarna einhverja plötu sem er ekkert búin að seljast, af því að þeir líta bara á tölurnar. Það var ekkert verið að taka það inn að það var ekkert búið að markaðssetja hana. Maðurinn sem „signaði“ okkur missir vinnuna og þá missum við vinnuna í kjölfarið,“ sagði Þórunn.

Það var þó ekki eina áfallið á stuttum tíma. „Við missum samninginn, sem var ákaflega erfitt fyrir 19, 20 ára stelpu. Ég hélt að þetta yrði stóri draumurinn. Ég átti þarna verstu viku lífs míns. Því ég missi samninginn, kærastinn „dump-ar“ mér og ég er lamin á skemmtistað í London. Þetta var ekki mín vika. En það var allt í lagi með mig eftir þetta, þetta var frábær reynsla,“ sagði Þórunn.

Viðtalið má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki