fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Heiðar fékk erfiða heimsókn frá lögreglunni: „Hann var kominn til að tilkynna mér að pabbi væri dáinn“

Fókus
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 12:22

Mynd: Erlendur Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrsta sem ég hugsaði var, hvað gerði ég af mér. Hann var kominn til að tilkynna mér það að pabbi minn væri dáinn,“ segir Heiðar Logi Elíasson í Einkalífinu á Vísi.

Heiðar Logi er hæfileikaríkur ungur maður sem meðal annars hefur vakið athygli fyrir brimbrettaiðkun sína. Þá hefur hann einnig starfað sem fyrirsæta svo fátt eitt sé nefnt. Heiðar missti föður sinn í september síðastliðnum en það gerðist rétt áður en hann átti að mæta og vera fyrsti gestur Einkalífsins.

„Ég sat bara heima og var að undirbúa mig að koma og var í raun bara að bíða eftir því að ganga út um hurðina,“ segir Heiðar í viðtalinu. Skömmu síðar var hins vegar bankað á dyrnar.

„Hálftíma áður en ég átti að mæta bankar maður á hurðina og ég opna. Hann spyr mig hvort ég sé Heiðar Logi og svo segist hann vera frá lögreglunni,“ segir Heiðar sem velti fyrst fyrir sér hvort hann hefði gert eitthvað af sér. En þá var lögreglumaðurinn kominn til að tilkynna honum um andlát föður hans.

Í viðtalinu opnar Heiðar sig meðal annars um samskipti þeirra feðga, en faðir hans var í stífri neyslu lengi vel. Heiðar segir að þeir hafi ekki verið allt of tengdir þegar hann var yngri, með árunum hafi hann orðið betri og betri en svo hafi komið tímabil þar sem hann hrundi niður.

„Þegar ég var unglingur var hann byrjaður að sprauta sig með sterkum efnum og þetta var alveg svona hardcore stöff. Síðustu ár hef ég oft hugsað að það muni koma sá dagur að einhver lætur mig vita að hann sé farinn. Þannig endar þetta þegar fólk er að neyta sterkra eiturlyfja“ segir Heiðar sem kveðst eiga föður sínum margt að þakka. Hann hafi í raun verið forvörn fyrir hann. Fráfall hans hafi þó verið mjög erfitt en Heiðar segir að þeir feðgar hafi farið í vikuferðalag um Hornstrandir sem hafi verið ógleymanleg reynsla.

„Þetta er mín besta forvörn og það sem hefur kennt mér hvernig ég vil ekki lifa lífinu mínu. Þetta er í rauninni ástæðan fyrir því að ég tók lífið mitt og ákvað að ég ætlaði að gera það sem mig langaði að gera, í stað þess að vera fastur í því sem mig langar ekki að vera að gera,“ segir Heiðar sem hætti að drekka þegar hann var nítján ára. Þá ákvörðun tók hann því hann var einfaldlega slæmur með áfengi.

Þetta áhugaverða viðtal við Heiðar Loga má sjá í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart