fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Reynir lýsir undarlegri reynslu – „Rödd hans brast reglulega þegar hann lýsti atburðum næturinnar“

Fókus
Þriðjudaginn 9. október 2018 10:21

Reynir Traustason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri, lenti í heldur undarlegu atviki á dögunum. Reynir hefur að undanförnu dvalið á La Marína á Spáni í góðu yfirlæti.

Reynir sagði á Facebook-síðu sinni í gærmorgun að nágranni hans frá Þýskalandi hafi birst á tröppunum snemma í gærmorgun og verið í uppnámi.

„Hann kvaðst vera fórnarlamb innbrotsþjófa sem hefðu rænt hann öllu, tölvu, visakortum og peningum auk húslyklanna. Eiginkona hans var að sögn niðurbrotin í næstu götu. Hann sagðist ekki komast inn í íbúðina sína eftir innbrotið og vantaði peninga fyrir lásasmið.“

Reynir segist hafa lánað honum 40 evrur. Þjóðverjinn grátandi hefði boðið honum reiðhjólið sitt í pant en Reynir ákvað að þiggja boðið ekki. „Hann hvarf á braut eftir að hafa fært mér guðsþakkir á þýskuskotinni ensku. Svo lofaði hann að koma í kvöld og borga mér. Við fáum okkur bjór saman, kallaði hann um öxl. Nú standa eftir spurningar,“ sagði Reynir og varpaði þeim fram:

1. Á ég þýskan nágrannna?
2. Fæ ég evrurnar mínar aftur? 
3. Er ég að fara að drekka bjór eftir 25 ára bindindi? 
Svörin fást í kvöld. Ef Þjóðverjinn birtist þá mun trú mín á manngæsku aukast. Annars lít ég á upphæðina sem gjald fyrir leikritið. Hasta la vista
FRAMHALD

Reynir skrifaði svo framhald af sögunni í morgun og viðurkennir hann að hafa annað veifið hugsað til þýska nágranna síns í gær. Hann segir svo frá því hvernig þetta allt saman byrjaði í gærmorgun:

„Þetta byrjaði klukkan 06:30 í gærmorgun með því að ég sat fyrir opnum útidyrum og hlustaði á Stuðmenn syngja um Svarta Pétur sem rænt hafði banka. Þá birtist fórnarlambið með fjölmarga grátstafi í kverkunum. Rödd hans brast reglulega þegar hann lýsti atburðum næturinnar. Þegar ég hugsa til baka rifjast upp að nágranninn vildi að ég tæki hann með í ökuferð til að ná í Lása smið. Forlátareiðhjól hans átti að fara í pant. Þarna runnu á mig tvær grímur þótt maðurinn væri í senn góðlegur og grátandi. Þá sagði hann mér í ekkasogunum frá eiginkonu sinni sem glímdi við taugaáfall í þarnæstu götu. Sjálfur var hann munaðarlaus en hafði erft íbúðina eftir foreldra sína. 
Það var óhugsandi að ég færi í bíltúr með manninum. Í einhverju fáti fór ég í vasa minn og dró fram 40 evrur og rétti buguðum manninum og sagði honum að hjóla til Lása. Hann umvafði mig með grátbólgnum kærleika sínum og þakkaði með ótal orðum. Við myndum sjást að kveldi þegar hann kæmi með bjórkippu og endurgreiddi neyðarlánið. Svo hjólaði hann í burtu en ég stóð eftir í grárri morgunskímunni og var hugsi.“

Reynir segir svo frá því að hann hafi beðið eftir nágrannanum munaðarlausa í gærkvöldi og endurgreiðslu hans, en allt kom fyrir ekki. Þjóðverjinn lét ekki sjá sig. „Kannski kemur hann í kvöld með peningana mína. Ég set Stuðmenn á æfóninn og blasta. ,,Þeir náðu honum nálægt Húsafelli …“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“