fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Carrie Underwood sýnir stolt örið eftir skelfilegt slys í fyrra

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Carrie Underwood deildi á föstudag mynd af sér á Instagram þar sem sjá má greinilega örið sem hún hlaut í slysi í nóvember í fyrra.

Underwood féll fyrir utan heimili sitt þegar hún ætlaði með hundana sína í göngu, braut úlnlið og þurfti á 40-50 sporum að halda í andlitið. Sagði hún aðdáendum sínum að afleiðingarnar yrðu þær að hún myndi ekki „líta alveg eins út og áður.“

https://www.instagram.com/p/BokhMn2l8Ez/?taken-by=carrieunderwood

Myndin er tekin við tökur á myndbandi nýjasta lags hennar, Love Wins.

Underwood hefur sætt þeirri gagnrýni að fallið sé yfirvarp yfir að hún hafi farið í lýtaaðgerð.

„Ég er á forsíðum tímarita í hverri viku vegna einhverja lyga. Sem er sorglegt þar sem sannleikurinn er alveg jafn áhugaverður. Ég vildi að ég hefði farið í lýtaaðgerð til að örið liti betur út. En ég reyni að hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“

„Í hvert sinn sem einhver slasast þá lítur þetta illa út í byrjun og maður hugsar: „Hvernig mun þetta líta út á endanum? Þú hefur ekki hgmynd um það,“ bætir hún við. „Þetta sýnir líka hvernig maður skynjar sjálfan sig, af því ég sé örið mjög vel, meðan aðrir segja við mig að þeir taki ekki einu sinni eftir því.“

„Maður heldur að allir séu alltaf að horfa á mann, en svo er ekki. Enginn tekur eins mikið eftir einhverju og þú heldur, þannig að það var fínt a ðlæra það.“

Underwood sem á von á sínu öðru barni með eiginmanninum Mike Fisher, segir einnig að slysið hafi kennt henni mikilvæga lexíu, sem hún telur að ungar konur sem eru meðvitaðar um eigin líkama geti tengt við.

„Ég vil segja við þær að við erum öll óörugg, það fylgir því að vera mannlegur. Það er mikilvægt að átta sig á því að fólkið sem virðist búa yfir miklu sjálfsöryggi er líka að glíma við óöryggi.

Við verðum bara öll að gera eins vel og við getum. Ekki hafa áhyggjur af hlutum sem þú getur ekki breytt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“