fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

BLACKGLACIER: íþróttaföt úr endurunnum fiskinetum – Jákvæð áhrif fyrir umhverfið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Máni Hafþórsson er 21 árs og eigandi fyrirtækisins BLACKGLACIER. „Ég byggði fyrirtækið frá 16.000 kr. í það sem það er í dag. Ég finn fyrir ábyrgð sem framleiðandi og rekstraraðili gagnvart viðskiptavinum og umhverfinu okkar. Það er ótrúlega auðvelt að reka fyrirtæki í dag með mikilli mengun hvort sem hún er meðvituð eða ekki og ég trúi að við gerum okkur ekki raunverulega grein fyrir áhrifunum sem við sem einstaklingar höfum á umhverfið okkar.“

BLACKGLACIER vill hafa jákvæð áhrif á umhverfið og sýnir það  í verki með því að geta boðið viðskiptavinum upp á umhverfisvæna vöru úr endurunnum efnum. „Við höfum nú þegar hannað vörur úr efnum frá endurunnum fiskinetum og öðrum textílúrgangi sem er tekinn úr hafinu eða hefði endað þar.“

ECONYL er efnið sem við notum í fyrstu vörurnar okkur, það kemur frá ítölsku fyrirtæki sem er leiðandi á heimsmarkaði í umhverfisvænni vöru með því að nýta annars ónothæf nælon efni eins og fiskinet frá hafi og fiskeldi og öðrum textílúrgangi og endurunnið í sömu gæði og óendurunnið efni fyrir tískuiðnaðinn. Þannig hjálpum við að þrífa höfin.“

„Við köllum nýju vörurnar okkar Sjálfbærar Íþróttavörur. þegar vörurnar frá okkur hafa klárað lífsferilinn sinn er hægt að endurvinna þær og breyta þeim aftur í íþróttavörur eða eitthvað allt annað eins og teppi, gólf eða veggklæðningar. Sama á við umbúðirnar okkar, allar umbúðir eru gerðar úr kraftpappír sem er niðurbrjótanlegur í náttúrunni og er vörunum okkar strax pakkað í þessar umbúðir hjá framleiðanda og tilbúnar til afhendingar til viðskiptavina. Svona lokum við hringnum og getum kallað okkur sjálfbært Íþróttamerki.

Við verðum fremst í sjálfbærum íþróttafatnað á Íslandi og verðum fyrirmynd fyrir aðra framleiðendur.“

Að sögn Magnúsar Mána er þetta aðeins byrjunin og næstu skref er að hanna fleiri vörur úr þessu efni og nýta fleiri efni og aðferðir eins og efni úr endurnýttum plastflöskum eða annars ónýtanlegum úrgangi frá vefnaðarframleiðendum sem hefði annars farið í urðun.

„Á endanum eru það viðskiptavinir okkar sem hafa allt vald í hendi sér. Við þurfum þína hjálp. Ef þú hefur áhyggjur af umhverfinu og vilt sjá breytingu þarf ekki meira en að deila þessu áfram til þess að þú hafir bein áhrif,“ segir Magnús Máni

Á KarolinaFund er nú hafið söfnun þar sem forpanta má vörurnar, en einnig má forpanta þær á vefsíðunni BLACKGLACIER. Vörurnar eru væntanlegar 15. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða

Mótmælir innantómum sjálfsmyndum með því að „deyja“ við fræg kennileiti – Ísland meðal áfangastaða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“

Nýtt viðtal við Hatara: „Óttast íslenska þjóðin að þið komið með keppnina til Íslands?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku

Að líta út eins og gellurnar á Instagram: Opið bréf frá 15 ára íslenskri stúlku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum