fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ármann Reynisson gefur út Vinjettur 18 – Á leið að hitta einn þekktasta hagfræðing Bandaríkjanna

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. október 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Ármann Reynisson sendi nýlega frá sér átjándu Vinjettubók sína og eins og vanalega er efnið fjölbreytt.

43 portrett sögur eru í bókinni af nokkrum innflytjendum sem sest hafa að á Íslandi á undanförnum árum. Raktar eru ólíkar ástæður fyrir komu þeirra og hvernig þeim hefur vegnað í nýja landinu. Einnig eru sögur af frumherjum á mismunandi sviðum þjóðlífsins, sögur um samskipti fólks í daglega lífinu og álitamál samtímans reifuð. Margar sögurnar tengjast Eyjafirði.

Í tilefni útgáfu bókarinnar hélt Ármann útgáfuteiti, sem fór fram heima hjá honum. Margir góðir gestir mættu og nutu veitinga og ljúfra tóna Harðar Torfasonar.

Jörmundur Ingi alsherjargoði og Ármann.

Veitingarnar voru glæsilegar. „Snitturnar komu frá Matur og drykkur út á Granda. Þau eru með nýtt og smart, sem enginn hefur verið með áður, allt unnið frá grunni og fólk yfir sig hrifið. Ein af sögunum í Vinjettur XVIII er um Mat og drykk veitingastað og hjónin sem reka staðinn. Ég var með konfekt frá Hafliða Ragnarssyni súkkulaðimeistara og konditori kökum frá Aðalbakarí á Siglufirði. Hún Elín bakarísfrú er með áhugaverðari konum landsins.“

„Ég var að lesa upp fyrir fimm árum á Siglufirði og fór í bakaríið og fékk mér svart kaffi og ekkert með. Kemur þá þessi glæsilega kona með fullhlaðinn bakka af sírópskökum með anískremi, sem ég hafði aldrei smakkað fyrr og sagðist ekki kunna við að sjá mig sætabrauðslausan, því Siglfirðingar væru svo gestrisnir. Ég varð alveg orðlaus,“ segir Ármann, sem ári síðar skrifaði portrettsögu um Elínu.

„Ég var með dýrindis Bourgogne rauðvín og Chabliss hvítvín. Í fyrsta sinn bauð ég upp á bjór, bæði Kalda og svo þennan dökka Kalda, og ástæðan er sú að ég er með sögu um hjónin í Kalda,“ segir Ármann glettinn.

Huimin Qi forstöðustýra Konfúíusarstofnunarinnar á Íslandi og Ármann. Bak við þau frá vinstri Eiríkur Þorvarðarson sálfræðingur Hafnarfjarðarbæjar, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og sonur hennar Helgi Harðarson hjartaþegi.

Í útgáfuboðið býður Ármann ávallt systkinum sínum og öðrum ættingjum, öðrum gestum reynir hann að „rótera“ árlega, svo að ekki mæti alltaf sama fólkið.

Ármann býður ávallt heim og segir það miklu persónulegra. „Ég er með gott rými og vil að fólk geti notið listaverkanna á heimili mínu. Mér finnst líka persónulegra þegar ég er boðinn heim til fólks. Ég undirbý og skipulegg allt frá grunni. Ég er með útikerti til að vísa fólki veginn, ég er alltaf með tónlistaratriði til að gefa góða stemningu og þetta er aðalboðið mitt á hverju ári.“

Þórður Kristinsson Háskóla Íslands, séra Halldór Reynisson rektor í skálholti bróðir Ármanns og Sigríður Pétursdóttir glerlistakona.

„Ég skrifa um fólk alls staðar að af landinu, ég held mig ekki bara við 101,“ segir Ármann, sem er á leið til Bandaríkjanna að hitta einn þekkasta hagfræðing Bandaríkjanna, Edward Peter Stringham. „Hann er mjög hrifinn af Vinjettunum og ég er að leiðbeina honum um hvernig hann getur komið hagfræðikenningum fyrir í Vinjettuformi. Það lesa mjög fáir hagfræðibækur, en hann er mjög fínn penni.“

„Ég er búin að skrifa sögu um hann og er að fara að bera hana undir hann. Ég verð viku í New York og svo viku á herrasetri í Massachusetts. Þar verður aðalfundur The American Institute for Economic Research, sem er ein virtasta stofnun Bandaríkjanna um efnahagsmál.

Einnig verð ég einn dag í Hartford Connecticut þar sem ég mun hitta einn efnilegasta organleikara og kórstjóra Bandaríkjanna, hann er prófessor við Trinityháskóla og heitir Christopher Holland.“

Svanhildur Jakobsdóttir söngkona, Ármann og Arngrímur Jóhannsson flugkappi Atlanta.

„Ég er að fá fín viðbrögð erlendis frá við Vinjettunum. Og prófessor í tungumálum og samanburðarbókmenntum í Howstra háskóla rétt hjá New York notar Vinjetturnar sem kennsluefni fyrir þá sem eru lengra komnir í íslensku.“

Ármann skrifar alltaf á sumrin og nítjánda bókin er klár, kemur hún út á næsta ári og ein saga tilbúin fyrir þá tuttugustu sem kemur út 2020. „Ég þarf að vera skipulagður vegna þess að ég sé um allt, ég er rithöfundurinn, útgefandinn, markaðsstjórinn og allt.“

Sverrir Kristinsson fagurkeri og forstjóri Eignamiðlunar og Jón Sigurðarson viðskiptafrömuður.
Hörður Torfason.
Veitingar komu frá Mat og drykk út á Granda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“