fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Fyrrverandi eiginkona R. Kelly lýsir hrottafengnu ofbeldi: „Ég hélt að ég myndi deyja“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. október 2018 12:11

Andrea stígur fram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Kelly, fyrrverandi eiginkona söngvarans R. Kelly, var í átaknlegu viðtali í sjónvarpsþættinum The View í vikunni. Andrea, sem er dansari, gekk að eiga tónlistarmanninn árið 1996 en þau skildu tíu árum síðar. Í viðtalinu við The View lýsir hún hrottafengnu ofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, en sú reynsla hefur haft víðtæk áhrif á líf hennar í dag.

„Ég man að hann réðst einu sinni á mig í aftursætinu á Hummer-bifreið, og ég þjáist af áfallastreituröskun út af því,“ segir Andrea. „Ég hélt að ég myndi deyja í aftursætinu á Hummer-bifreiðinni. Hann tók vinstri handlegginn minn og ýtti honum fyrir aftan bak mitt þannig að þyngd hans lá á líkama mínum. En hann gerði sér ekki grein fyrir því að framhandleggur hans þrýstist á hálsinn minn. Þannig að þegar hann þrýsti mér niður átti ég erfitt með að anda,“ bætir hún við.

Söngvarinn R. Kelly.

„Robert, þú átt eftir að drepa mig“

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi tekur það á Andreu að segja frá þessu atviki enda hélt hún að þetta yrði hennar síðasta.

„Eina ástæðan fyrir því að ég komst lifandi af er af því að ég sagði: Robert, þú átt eftir að drepa mig. Ég get ekki andað. Þú verður að taka handlegginn þinn af hálsinum mínum. Og ég man að ég sat í aftursætinu á Hummer-bifreiðinni og blánaði og ég hugsaði bara: Guð minn góður, ég á eftir að deyja hér í aftursætinu og hann á bara eftir að keyra í burtu með líkið og enginn á eftir að komast að þessu.“

Þá rifjar Andrea upp annað atvik þar sem tónlistarmaðurinn batt hana í hjónarúminu en að hún hafi losnað úr þeim aðstæðum því hann hafi sofnað.

„Pabbi, af hverju ertu svona vondur við mömmu?“

Andrea og R. Kelly eiga þrjú börn saman; Joann, 20 ára, Jay, 18 ára og Robert Jr., 16 ára. Andrea segir að ofbeldið, bæði líkamlegt og andlegt, hafi orðið svo slæmt að hún hafi reynt að fyrirfara sér.

„Ég reyndi að fremja sjálfsvíg. Það var eftir atvik með yngstu dóttur minni, Joann, sem gaf mér styrk til að fara frá honum. Við vorum að skoða myndir og í stuttu máli var hann illúðlegur við mig og dóttir mín sagði: Pabbi, af hverju ertu svona vondur við mömmu? Af hverju ertu að tala svona við hana? Þannig að ég vissi að ég þyrfti að vera fyrirmynd fyrir dóttur mína, en jafnvel á þessari stundu þar sem ég fann fyrir styrk fann ég einnig fyrir vanmætti þegar ég yfirgaf herbergið,“ segir Andrea og bætir við að hún hafi í framhaldinu farið út á svalir með það í huga að taka sitt eigið líf.

„Ég leit niður og Guð leyfði mér að sjá sjálfa mig liggjandi blóðug á götunni. Ég man bara eftir því að heyra raddir barna minna í bakgrunninum og þau sögðu: Mamma, mamma. Af hverju stökk hún? Og það var mín myrkasta stund sem móðir því þegar þú ert tilbúin til að gera börnin þín móðurlaus er það þinn lægsti punktur. Sem móðir, lifi ég fyrir börnin mín.“

Andrea fékk nálgunarbann á söngvarann árið 2005, ári áður en skilnaður þeirra gekk í gegn. Í dag talast þau ekki við.

Andrea hefur ekki talað við R. Kelly síðan þau skildu.

Fjölmargar ásakanir um óviðeigandi hegðun

R. Kelly hefur fengið á sig fjölmargar ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðisbrot síðustu áratugi. Hann kvæntist söngkonunni Aaliyah árið 1994, þegar hann var 27 ára og hún aðeins fimmtán ára. Hjónabandið var ógilt ári síðar. Á árunum 1996 og 2002 sökuðu þrjár unglingsstúlkur hann um kynferðisbrot, en þau mál var samið um utan réttarsals. Árið 2008 var hann síðan sóttur til saka fyrir að taka upp kynlífsmyndband með stúlku sem talið var að væri aðeins þrettán ára. Hann var sýknaður. Á síðasta ári var R. Kelly síðan sakaður um að halda konum gegn vilja sínum á heimili sínu í það sem var kallað sértrúarsöfnuður helgaður kynlífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

DV tónlist: Bófadans með Andra Má

DV tónlist: Bófadans með Andra Má
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún vildi bara hina fullkomnu matarmynd

Hún vildi bara hina fullkomnu matarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Daði Freyr breiðir yfir eitt vinsælasta lag heims – Gefur út plötu á miðnætti

Daði Freyr breiðir yfir eitt vinsælasta lag heims – Gefur út plötu á miðnætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni