fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um meint kynferðisbrot

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 5. október 2018 20:30

Leikaranum líkaði ekki spurningar fréttakonunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Steven Seagal strunsaði út úr viðtali við BBC á fimmtudag eftir að fréttakonan Kirsty Wark í þættinum Newsnight spurði hann um kynferðisbrot sem hann hefur verið sakaður um.

Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi spurði Kirsty leikarann um #MeToo-hreyfinguna og að hann hafi ekki farið varhluta af henni. Innti hún hann eftir viðbrögðum við ásökunum um kynferðisofbeldi. Þá stóð Steven upp og gekk út úr viðtalinu, en fréttakonan minnti áhorfendur á að leikarinn hefði neitað öllum ásökunum í sinn garð.

Steven er einn af fjölmörgum áhrifamiklum karlmönnum í Hollywood sem hafa verið sakaðir um kynferðisofbeldi í kjölfar #MeToo-hreyfingarinnar. Saksóknari í Los Angeles staðfesti það í september á þessu ári að mál hafi komið á þeirra borð er varðaði nauðgunarkæru á hendur leikaranum frá árinu 1993. Ákæra var ekki gefin út í málinu þar sem meint brot voru fyrnd.

„Ég vissi ekki hvort hann væri þín týpa“

Þá hafa meðal annars leikkonurnar Jenny McCarthy, Julianna Margulies og Portia de Rossi sakað Steven um kynferðisáreiti. Jenny var í viðtali við útvarpsstöðina SiriusXM í nóvember á síðasta ári og sagði frá því þegar Steven reyndi að fá hana til að afklæðast í áheyrnarprufu fyrir kvikmynd hans, Under Siege 2.

Ósáttur Steven.

Julianna hefur sagt frá atviki sem gerðist þegar hún var 23ja ára og var boðuð á hótelherbergi leikarans á fund. Þegar á herbergið var komið segir Julianna að Steven hafi verið einn þar inni, en hún stóð í þeirri trú að fleiri yrðu á fundinum. Hún heldur því fram að Steven hafi sýnt henni byssu sem hann bar en jafnframt að hún hafi komist óhult úr herberginu.

Portia sagði svipaða sögu í nóvember í fyrra á Twitter-síðu sinni þar sem hún rifjaði upp loka áheyrnarprufu á skrifstofu leikarans. Hún sagði leikarann hafa rennt niður buxnaklauf sinni og að leikkonan hafi hlaupið út af skrifstofunni. Portia segist hafa hringt í umboðsmann sinn og sagt honum söguna en að umboðsmaðurinn hafi einfaldlega svarað með: „Jæja, ég vissi ekki hvort hann væri þín týpa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“