fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2017: Tilnefningar í myndlist

Fókus
Fimmtudaginn 4. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV fyrir árið 2017 verða afhent við hátíðlega athöfn föstudaginn 5. október klukkan 16:30 í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum DV að Suðurlandsbraut 14. Í ár verða veitt verðlaun í sjö flokkum; kvikmyndum, leiklist, tónlist, myndlist, bókmenntum, fræðum og stafrænni miðlun auk þess sem veitt eru sérstök heiðursverðlaun. Formaður dómnefndar er myndlistarkonan Mireya Samper.

Hrafnhildur Arnardóttir

Hrafnhildur Arnardóttir einnig þekkt sem Shoplifter hélt innsetningu í Listasafni Íslands frá 26. maí til 22. október. Hrafnhildur hefur á undanförnum 15 árum hefur hún á umfangsmikinn hátt kannað notkun og táknrænt eðli hárs, og sjónræna og listræna möguleika þessarar líkamlegu afurðar.

Í kynningu á sýningu hennar á Listasafni Íslands segir að í verkum hennar fáist hún við sögu þráhyggju mannsins gagnvart hári og hvernig má upplifa hár sem birtingarmynd sköpunar í nútíma menningu, sem tekst á við hugmyndir á mörkum þráhyggju eða blætis. List hennar hverfist að mestu um skúlptúra, staðbundnar innsetningar og veggverk, sem fjalla jafnan um hégóma, sjálfsmynd, tísku, fegurð og goðsagnir í almannavitundinni.

Finnur Arnar Arnarson

Finnur Arnar Arnarson og Áslaug Thorlacius

Fyrir áhugaverða og frumlega uppsetningu á sýningu í gömlu fjárhúsunum á bænum Kleifum rétt utan við Blönduós. Listamenn sem áttu verk á sýningunni voru Olga Bergmann, Anna Hallin, Dodda Maggý, Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson. Um var að ræða fjögur vídeóverk sem sýnd voru hvert í sinni kró fjárhúsanna. Hjónin endurtóku svo leikinn í sumar þegar listsýningin Inniljós var opnuð í útihúsunum. Ætla hjónin að halda áfram að glæða menningarlífið í sveitinni.

Þrándur Þórarinsson

Myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson sækir mikið innblástur sinn í þjóðsögur og fornan menningararf Íslendinga. Lærifaðir hans er hinn norski Odd Nerdrum. Á síðustu árum hefur hann fikrað sig fram í tíma hvað myndefni varðar. Þá hefur samfélagsrýni ratað inn í myndir hans og sækir hann innblástur í listasöguna alla. List Þrándar var áberandi á árinu 2017 og vakti ný útgáfa af Grýlu athygli sem og brennandi Ikea-geitin sem framkvæmdastjóri IKEA vildi ólmur eignast. Þrándur hefur á þessu ári haldið áfram að skapa umdeild verk og það sem vakti hvað mesta athygli er af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að troða sér í nábrækur. Verk Þrándar seljast nú vel og hélt Þrándur sína fyrstu sýningu erlendis en hún var við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

Elín Hansdóttir

Elín Hansdóttir (f.1980) vakti mikla athygli fyrir sýninguna Simulacra í i8 Gallerí á Tryggvagötu veturinn í fyrra. Hún er þekkt fyrir stórar innsetningar sem breyta sýningarrými.

Á sýningunni Simulacra  mátti sjá frumlega nýtingu á rými með því að sýna níu ljósmyndir af blómavasa, hægt og rólega virðast blómin svífa í lausu lofti áður en þau visna og deyja. Til ná sjónhverfingunni notaði Elín tækni sem notast var við á upphafsárum kvikmyndagerðar í Hollywood, að mála ljósmyndir á glerplötur og koma fyrir á súlu, nær hún þannig að blekkja auga áhorfandans. Síðasta haust var Elín ein þriggja listamanna sem tók  þátt í tónlistarhátíðinni Deilt sem fór fram á Listasafni Reykjavíkur.

Davíð Örn Halldórsson

Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) sýndi verk sín á sýningunni Uppi – Niðri á Hverfisgallerí sumarið 2017. Hann er þekktur fyrir að vinna mikið með sterka liti og litasamsetningar og hefur unnið bæði málverk og rýmisverk sem minna á graffítíverk. Blandar hann saman ýmsum formum og efnum eins og skipalakki, spreyjar með úðabrúsalakki og teiknar með tússi á tréplötur, pappa eða beint á veggi. Davíð útskrifaðist úr Listaháskólanum vorið 2002 og hefur mikið notað óhefðbundna striga, þar á meðal húsgögn og tréplötur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ívar birtir grjótharða mynd: „Þegar maður á svona vini þarf maður lítið annað“ 

Ívar birtir grjótharða mynd: „Þegar maður á svona vini þarf maður lítið annað“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Adele þakkar þessum fimm fyrir að vera sú sem hún er í dag – Sjáðu myndbandið

Adele þakkar þessum fimm fyrir að vera sú sem hún er í dag – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“
Fyrir 3 dögum

Innlit í líf listmálara

Innlit í líf listmálara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“