fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Götulist, hjóla/brimbretti og íslensk náttúra í aðalhlutverki – Sjáðu auglýsinguna fyrir Vans

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. október 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri auglýsingu skó- og fataframleiðandans Vans sem tekin var upp á Íslandi í sumar spilar miðbær Reykjavíkur og íslensk náttúra aðalhlutverkið á móti þremur ungum brettasnillingum sem ferðast um landið og sýna listir sínar á hjólabretti og brimbretti.

Atvinnubrettafólkið Ainara Aymat og Dane Gudauskas sem bæði eru á mála hjá Vans, auk ljósmyndarans/blaðamannsins Wang Xin ferðast um miðbæinn, þar sem þremenningarnir kíkja meðal annars í Pönksafnið, til Jóns Sæmundar Auðarsonar í Dead Gallery og í Lucky Records, þar sem Bob Cluness fræðir þau um íslensku tónlistarsenuna. Þau skella sér á hjólabretti á Ingólfstorgi og fá sér húðflúr.

Að lokum er keyrt á Suðurlandið, þar sem brimbrettin eru tekin fram.

Rétt er að taka fram að mörg atriði í auglýsingunni eru áhættusöm og ætti ekki að leika eftir, eins og að renna sér á hjólabretti á miðjum þjóðvegi.

Vans Iceland from Shanghai Media on Vimeo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“