fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

The Voice-stjarna látin eftir langa og stranga baráttu við krabbamein

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 21:57

Beverly ásamt Christinu Aguilera, lærimeistara sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beverly McClellan, sem endaði í fjórða sæti í fyrstu seríunni af hæfileikaþættinum The Voice vestan hafs lést í gær, þriðjudaginn 30. október eftir langa baráttu við krabbamein. Beverly, sem var í liði söngkonunnar Christinu Aguilera í The Voice, var 49 ára.

„Það er með sorg í hjarta að ég þarf að færa ykkur þær fréttir að við misstum Beverly í dag,“ segir blaðafulltrúi söngkonunnar í fréttatilkynningu. „Hún var yndisleg, fyndin, flókin og ótrúlega hæfileikarík, ung kona sem snerti milljónir manna með rödd sinni og hennar stóra hjarta. Það var mér heiður að vera blaðafulltrúi hennar og vinur. Haldið anda hennar á lífi með því að deila tónlistinni hennar og öllum dásamlegu minningum ykkar af henni,“ bætir hún við.

Beverly var 49 ára þegar hún lést.

„Sannarlega einstök sál“

Beverly barðist hetjulega við legbolskrabbamein á lokastigi og var í meðferð þegar hún lést. Fjölskylda hennar hélt úti söfnun á hópfjármögnunarsíðu fyrir hana þar til hún lést.

Meðal þeirra sem hafa minnst Beverly á samfélagsmiðlum er Nakia, sem komst í úrslit í seríu eitt af The Voice.

„Sannarlega einstök sál með fallegt hjarta, full af ástríðu og ótrúlega hæfileikarík,“ tístir Nakia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“