fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Það sem þú vissir ekki um Björn Braga: Umdeildasti maður landsins þessa vikuna

Fókus
Miðvikudaginn 31. október 2018 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bragi Arnarsson er maður margra titla; sagnfræðinemi, uppistandari, spyrill, blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, tónlistarmaður, hundamanneskja og þáttastjórnandi svo dæmi séu nefnd. Er honum lýst sem eldhressum skemmtikrafti og hnyttnum uppistandara.

Á dögunum viðurkenndi Björn Bragi að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega um helgina. Hann segir að með því að stíga til hliðar sem spyrill vilji hann axla ábyrgð sína. Hann birti einlæga afsökunarbeiðni vegna þess sem hann gerði. Stúlkan sjálf sendi síðan frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kvaðst hafa fyrirgefið stjörnunni. Björn Bragi hefur verið einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar síðustu ár. Bæði sem þáttastjórnandi sem og sem meðlimur í Mið-Ísland hópnum.

En hver er Björn Bragi? DV tók saman upplýsingar úr ýmsum áttum til að komast að því hvaða mann Björn Bragi hefur að geyma.

Frímerkjasafnari og ræðumaður

Björn Bragi er fæddur árið 1984 og uppalinn í Árbæ. Það kom snemma í ljós að áhugi hans á fótbolta var gríðarlegur. Skemmtikrafturinn tók einnig upp á frímerkjasöfnun á yngri árum og safnaði bæði íslenskum og spænskum frímerkjum ásamt barmmerkjum og póstkortum. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands og tók virkan þátt í ræðukeppninni Morfís á menntaskólaárunum frá 2003 til 2005. Ræðuliðið hans sigraði þrjú ár í röð, en auk þess hreppti hann titilinn ræðumaður Íslands tvö ár í röð. Björn er einnig með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Björn Bragi þykir góður kokkur. Þá er hann dýravinur og er meira fyrir hunda en ketti. „Ég er mikill hundamaður,“ sagði Björn Bragi í samtali við Pressuna fyrir nokkrum árum.

Fyrsta starfið sem Björn sinnti var á afgreiðslukassa í Nóatúni í Árbæ. Í samtali við Pressuna árið 2014 þegar hann var spurður um fyrstu atvinnuna svaraði hann:

Þegar ég var krakki tók ég að mér ýmis störf eins og að brjóta saman jólakort, passa frænda minn og selja dót í Kolaportinu. Fyrsta alvöru djobbið var að afgreiða á kassa í Nóatúni í Árbæ þegar ég var 15 ára.“

„Ég held ég verði alveg eins og Hemmi Gunn,“ sagði Björn Bragi í Yfirheyrslu vefsins Hún.is spurður hvernig hann sæi sig á eftirlaunaaldri.

Í þættinum Grínland á Rás 2 fyrir ári síðan var Björn Bragi spurður um æsku sína í Árbænum.

„Árbær er skemmtilegt og sérstakt kerfi. Ég hef ekki búið sjálfur þar á fullorðinsárum. Ég var fyrst í Hraunbænum og svo í seláshverfi og bjó í Þingási. Árbær er skemmtilegt og litríkt hverfi og þar voru skrautlegir karakter og mikið af rugludöllum en skemmtilegan hátt.““

Þá sagði Björn Bragi:

„Ég var til 8-9 ára aldurs í Hraunbænum og man ekki eftir mér öðruvísi en í portinu fyrir aftan Skalla að spila fótbolta eða hafnabolta. Það var líka ein króna. Maður sér þetta í nostalgísku ljósi. Mér fannst dásamlegt að vera þarna sem krakki.“

Björn hélt áfram:

„Frá því ég man eftir mér var ég að æfa með Fylki. Ég var ágætur framan af. Snemma vantaði dugnað og metnað að gera þetta af alvöru og fljótlega fór ég yfir að verða b-liðsmaður á unglingsaldri. Ég var rosalega mikill fótboltaáhugamaður sem krakki.  Sem krakki var ég úti í porti að spila fótbolta og halda skor utanum þetta. Ég var rosalega mikið nörd. Áhuginn dofnaði á unglingsárunum g fékk áhuga á allt öðru en fékk knattspyrnuáhugann aftur um tvítugt.“

Björn Bragi æfði knattspyrnu með Ólafi Inga Skúlasyni, fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu og þá var hann vinur Ragnars Sigurðssonar sem um árabil hefur verið klettur í vörn íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

„Ragnar Sigurðsson er tveimur árum yngri og við spiluðum ekki saman í flokki. En við bjuggum í sömu götu og fórum stundum í fótbolta saman.“

Björn var þá spurður um hvaða lag hann tengdi við barnæsku sína í Hraunbænum. Svar Björns var þetta:

„Það er eitt lag sem tekur mig algjörlega á heimili okkar á Hraunbæ 74 á annari hæð. Það er í HLH flokkurinn með lagið Í útvarpinu heyrði ég lag.“

Unglingsárin

Þegar Björn Bragi var spurður um unglingsárin sagði hann að Bítlarnir hefði verið í miklu uppáhaldi sem og Nirvana. Hann var beðinn um að velja lag fyrir það tímabil og svarið var eftirfarandi:

„Ég ákvað að velja lag sem minnir mig á 10. bekk þegar ég var að bera út Moggann á hverjum degi,“ sagði Björn og hélt áfram: „Þá var það live tónleikaplata með Nirviana og lagið Sliver. Það var ekki endilega uppáhaldslagið en það minnir mig á 10. bekk, tímabilið þegar maður var hægt og rólega að verða að manni.“

Þá var Björn spurður um sitt uppáhaldslag eftir að hann fullorðnaðist.

„Ég uppgötvaði það fyrir sjö átta árum. Ég held að allir eigi lag sem þeir elska að heyra þegar þeir eru jafnvel að fá sér í glas, í rétta fílingnum. Þetta gerir eitthvað fyrir mig. Ég get ekki útskýrt þetta, en lagið er Just around the corner. Það eru einhverjir töfrar í þessu lagi.“

Á vefnum Hún.is var Björn Bragi spurður: Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum?

Já, mörgum. Eftir á að hyggja var ég ekki að gera góða hluti í hiphop-fötum úr versluninni Jónas á milli þegar ég var í 8. og 9. bekk. Svo fékk ég mér líka strípur þegar ég var 15 eða 16 ára, það er lúkk sem eldist ekki vel.

Björn Bragi styður Tottenham og Fylki í knattspyrnu.

Þegar Björn á afmæli heldur hann ávalt litla hátíð sem hann kallar Svínaskelda. Þegar hann hélt upp á 25 ára afmælið sitt sagði hann í samtali við Morgunblaðið:

„Vinir mínir hafa löngum kallað mig svín sökum líkamlegs atgervis míns og svo á ég afmæli sömu helgi og Hróars-kelduhátíðin er.“

Við það sama tilefni sagði hann:  „Svo er ég með ákveðna hugmynd að barnabók í huganum sem á að heita „Grísabær“ þar sem aðalsöguhetjurnar verða fjórir grísir; þeir félagar Lukkugrís, Nammigrís, Sparigrís og Lakkgrís. Veit samt ekki hvort ég byrja á henni í sumar,“ sagði Björn Bragi og bætti við:  „Þessi áhugi er mjög skyndilegur og brjálæðislegur. Hafið hefur samt alltaf kallað á mig og mér fundist það vera minn staður.“

Húmorinn trekkti að

Björn Bragi tók við starfi ritstjóra tímaritsins Monitor haustið 2009 og gegndi því starfi í tvö ár. Þá tók Jón Jónsson við og tóku við nýjar áherslur hjá blaðinu.

Á svipuðum tíma á sama ári var stofnaður uppistandshópurinn Mið-Ísland, en þar var Björn Bragi ásamt þeim Ara Eldjárni, Berg Ebba, Dóra DNA og Jóhanni Alfreð. Hópurinn spreytti sig í Þjóðleikhúsinu í mörg ár við stórgóðar undirtektir og mikla aðsókn. Einnig stóð hópurinn að sjónvarpsseríu sem hóf göngu sína árið 2012. Í byrjun árs 2013 frumsýndi Mið-Ísland uppistandssýninguna Í kjallaranum í Þjóðleikhúskjallaranum sem naut mikilla vinsælda. Sýningarnar urðu fimmtíu talsins og gestir yfir tíu þúsund.

Stóðst áskorunina

Árið 2012 stýrði hann þættinum Týnda kynslóðin á Stöð 2. Hann var kosinn sjónvarpsmaður ársins í febrúar 2013 og skákaði þar út Andra Frey Viðarssyni, Gísla Einarssyni, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Sigmari Guðmundssyni.

Sumarið 2012 ákvað Björn Bragi að taka á áskorun Kára Steins Karlssonar, Íslandsmeistara í maraþoni, um að hlaupa heilt maraþon. Björn Bragi er hlaupagarpur í sér og hefur verið duglegur að skokka að eigin sögn. Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á því ári hafði hann stefnt að því að hlaupa styttri vegalengd en stóðst ekki mátið þegar Kári Steinn skoraði á hann í innslagi Týndu kynslóðarinnar.

Í samtali við Fréttablaðið árið 2012 sagðist Björn hafa fengið símtöl frá móður sinni á hverjum degi þar sem hún hvatti hann til að hætta við. „Hún er mjög hrædd um mig,“ sagði Björn um móður sína á þeim tíma og bætti við að færi allt á versta veg, myndi hann skríða í markið. Sú varð ekki raunin undir lok hlaupsins og hljóp skemmtikrafturinn til styrktar Krabbameinsfélaginu.

Eftirfarandi myndskeið með Birni sló í gegn í fyrra:

Líkt við nasista

Árið 2013 var Björn ráðinn stjórnandi spurningaþáttarins Gettu betur og tók þá við keflinu af Eddu Hermannsdóttur.

Björn Bragi sinnti því hlutverki í fimm ár þangað til hann steig til hliðar fyrr í vikunni. „Ég vil ekki að þetta atvik eða umræða um það varpi skugga á það frábæra prógram sem Gettu betur er,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Björns Braga sem hann sendi frá sér á dögunum.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn þar sem Björn Bragi biðst afsökunar á opinberum vettvangi. Árið 2014 líkti hann íslenska handknattleikslandsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Ummælin féllu í hálfleik Íslands og Austurríkis í EM-stofunni í beinni útsendingu á RÚV. „Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939, að slátra Austurríkismönnum,“ sagði hann. Ummælin vöktu mikla reiði. Björn Bragi baðst hins vegar afsökunar tvívegis á einlægan hátt vegna málsins.

Guðjón Valur Sigurðsson, ein helst stjarna liðsins sá sig knúinn til að tjá sig um málið og sagði við RÚV:

„Þetta er bara einn maður sem reyndi að vera fyndinn og skaut langt yfir markið. Ég hef líka rætt þetta við austurrísku leikmennina og tekið fram að þetta er ekki okkar skoðun.“

Skömmu síðar baðst Björn Bragi afsökunar en fjallað var um málið í austurrískum og þýskum miðlum á þessum tíma. Á vefsíðunni laola1.at kom meðal annars fram að austurríska handknattleikssambandið hafi litið á málið alvarlegum augum. Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, sagði í samtali við miðilinn að það væri ótrúlegt að einhver léti svona út úr sér. „Það er ótrúlegt að einhver láti svona út úr sér. Sem Íslendingur skammast ég mín í raun fyrir svona ummæli og er það vægt til orða tekið.“

Húmor Björns hefur lengi þótt kaldhæðinn en í viðtali við DV í apríl 2017 lýsir hann húmornum sem hvorki klúrum né subbulegum. „Mér finnst að það sé hægt að gera grín að öllu svo lengi sem það kemur frá góðum stað og sé ekki beinlínis meiðandi eða særandi gagnvart minni máttar. En svo er fólk bara með svo misháan sársaukaþröskuld þegar kemur að húmor,“ sagði Björn Bragi. „Grín þarf heldur ekki að vera mjög „pródúserað“. Ef hugmyndin er góð og skemmtileg, þá er það meira en nóg.“

Eins og margir aðrir sem fæddust um miðbik níunda áratugarins ólst Björn Bragi upp við að horfa á Fóstbræðraþættina á Stöð 2, að ógleymdum The Simpsons og þaðan sækir hann meðal annars innblástur í uppistandið.

Smásagnagerð og bókasmíð

Björn Bragi gaf út bók Sólrúnar Diego

„Ég velti því fyrir mér hvort Júlía myndi einhvern tímann fyrirgefa mér, ef hún fengi að vita að þetta var allt mér að kenna. Ég get ekki fyrirgefið mér sjálfur. Að minnsta kosti hefur það ekki tekist fram að þessu, þótt það sé liðið meira en hálft ár. Ég sit inni í herbergi og stari á tölvuskjáinn. Þetta er langt frá því að vera fyrsta bréfið sem ég skrifa Júlíu, en ekkert bréfanna hefur ratað lengra en í ruslafötuna.“

Á þessum orðum hefst smásaga Björns Braga, Þúsund orða virði, sem gefin var út árið 2010 í bókinni Smásagnasmáræði á vegum Menntamálastofnunar. Sagan fjallar í grunninn um kynferðislega áreitni og segir frá manni sem tekur ljósmynd af nakinni stúlku og deilir henni á milli vina. Ákvörðunin reyndist hafa miklar afleiðingar á samband parsins. En í sögunni er myndinni deilt víða.

„Ég veit að ég átti aldrei að taka þessar myndir,“ segir einnig í sögunni.

„Þetta er það ömurlegasta sem ég hef gert og ég skil ekki hvað kom yfir mig. Ég hefði líka átt að eyða myndunum strax. Ég veit að þetta er allt saman mér að kenna.“

Björn Bragi skrifaði einnig bókina Áfram Ísland ásamt Hilmari Gunnarssyni. Í þeirri bók er rakin saga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2016.

Jafnframt ritstýrði Björn Bragi bókinni Heima með ofursnapparanum Sólrúnu Diego. Bókin fjallaði um húsráð með ýmsum fræðandi staðreyndum og gagnlegum aðsferðum.

Kallaður „Svínið“ af vinum sínum

Björn Bragi hefur um árabil verið grjótharður Fylkismaður og hefur farið fögrum orðum um Fylkisvöllinn. „Ég mæti á alla leiki sem ég kemst á,“ sagði Björn Bragi í samtali við HM magasín árið 2017 og tók fram að sjoppan á Fylkisvelli væri eins og fimm stjörnu veitingastaður að hans mati. Þetta sumar ákvað hann að tjá ást sína á liðinu enn frekar, en þá í formi tónlistar. Þá samdi hann stuðningsmannalag liðsins sem ber heitið Við erum Fylkir.

Björn Bragi vakti einnig athygli á þessum tíma með fótboltatreyju sem hafði áletrunina „Svínið“. Björn Bragi sagði þessa áletrun mega rekja til æskuára sinna, þegar nánir vinir hans fóru að kalla hann því nafni. „Ætli það hafi ekki verið annars vegar af því að ég hef mikinn áhuga á svínum og hins vegar af því að ég á það til að haga mér eins og svín. Það lá því beinast við að skella því á treyjuna,“ sagði Björn Bragi.

Eftirfarandi myndir voru teknar fyrir yfirheyrslu Pressunnar árið 2014

Að lokum endum við á brot úr yfirheyrslu Pressunnar frá árinu 2014 við Björg Braga. Í tilefni þess var þessi mynd tekin. Þar kom meðal annars fram:

Leikari?

Tom Hanks.

Bók eða bíó?

Bæði. Fer samt oftar í bíó.

Besta lagið?

Forever Young með Alphaville. Ég er mikill 80s-maður.

Bjórflaska eða vínglas?

Ískaldur bjór í góðum félagsskap.

Hvað er skemmtilegt?

Að vera umkringdur góðum vinum að gera einhverja vitleysu.

Eftirfarandi myndir voru teknar fyrir yfirheyrslu Pressunnar árið 2014

Hvað er leiðinlegt?

Að bera þung húsgögn upp þröngan stiga.

Kostir?

Ég er góður gestgjafi og kann allar höfuðborgir í heiminum.

Lestir?

Ég er óstundvís, tapsár, veit ekkert um tækni og kann ekki að gera góðan bindishnút.

Besti brandarinn?

Það var einu sinni maður sem mætti í útilegu með fugl á öxlinni. Vinir hans voru frekar undrandi og spurðu hvað hann væri að gera með þennan fugl. Þá svaraði hann: „Átti ég ekki að koma með tjald?“

Hver er leiðinlegur?

Virkur í athugasemdum. Enda er hann yfirleitt frekar myrkur í athugasemdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 3 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“