fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Justin Timberlake samdi lagið sem ku vera um Britney Spears á tveimur tímum: „Ég hef verið foxillur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 23:15

Britney og Justin þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tók tónlistarmanninn Justin Timberlake aðeins tvo tíma að semja ballöðuna Cry Me a River sem gerði allt vitlaust árið 2002.

„Ég hef verið hafður að háði og spotti. Ég hef verið foxillur. Tilfinningar mínar voru það sterkar að ég varð að semja lagið,“ skrifar Justin í endurminningum sínum Hindsight & All the Things I Can’t See in Front of Me sem kom út í dag.

„Ég þýddi tilfinningar mínar yfir á form sem fólk gat hlustað á og vonandi tengt við. Fólk heyrði í mér og skildi mig því við höfum öll verið þarna.“

Staðfestir ekki að lagið sé um Britney

Justin minnist ekkert á til höfuðs hvers lagið er samið en því hefur verið haldið fram í áranna rás að það hafi verið fyrrverandi kærasta söngvarans, söngkonan Britney Spears, sem hafi verið innblásturinn á bak við þetta dramatíska lag. Justin og Britney voru kærustupar á árunum 1998 til 2002 og var haft eftir Justin í viðtali fyrir nokkrum árum að hann hefði samið lagið eftir rifrildi á milli þeirra tveggja.

„Ég var í símanum og það var ekki ánægjulegt símtal. Ég gekk inn í hljóðverið og hann [upptökustjórinn Timbaland] sá að ég var reiður,“ sagði Justin þá. Í viðtali við MTV News sama ár vildi hann ekki staðfesta að lagið væri um Britney.

„Ég segi ekki sérstaklega hvort lögin séu um einhvern sérstakan. Ég get sagt að það að skrifa nokkur lög á plötunni hafi hjálpað mér að kljást við vissa hluti. Fyrir mér eru lög lög.“

Kynningarbrella söngvarans

Cry Me a River er á fyrstu sólóplötu Justins, Justified, sem kom út árið 2002. Í myndbandinu við lagið sést Justin brjótast inn á heimili fyrrverandi elskhuga og taka myndband af því þegar hann er innilegur við aðra konu. Britney Spears sagði við frumsýningu myndbandsins að þetta væri greinilega kynningarbrella úr herbúðum söngvarans.

Justin og Jessica hafa verið saman í rúmlega áratug.

Justin er kvæntur leikkonunni Jessicu Biel en þau opinberuðu samband sitt í janúar árið 2007. Þau gengu í það heilaga í október árið 2012 og eignuðust soninn Silas í apríl árið 2015. Í endurminningunum segir hann lífið hafa breyst mikið þegar hann kynntist henni.

„Hún breytti mér. Hún breytti lífi mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“

Karólína svarar staðhæfingum um fitufordóma: „Ég var kölluð trukkur daglega í grunnskóla“
Fókus
Í gær

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á

Stjörnumerkið þitt segir til um hvaða Netflix þætti þú ættir að horfa á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“

„Ég er bara rétt að byrja, ef maður getur sagt það eftir 11 ár“