fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Andri klæddi sig sem Braggi á hrekkjavöku – Viðbrögðin voru misjöfn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Geir Jónasson mætti í skemmtilegum búningi í sameiginlegt búningapartý hjá Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands á föstudag. Andri Geir mætti í partýið klæddur sem Braggi og auðvitað voru rándýr strá með í för.

Andri segir að öllum í partýinu hafi fundist búningurinn sniðugur, það sama var ekki upp á teningnum þegar hann fór niður í bæ.

„Þar var bragganum ekki hleypt inn neins staðar. Svo endaði þetta á því að reiðar miðaldra konur hreittu allskonar í braggann, héldu fram allskonar pólitískum skoðunum um hann og reyndu að kremja og eyðileggja,“ segir Andri í samtali við Nútímann.

Hann segir að hann hafi gefist upp að lokum og gefið ónefndum túrista braggabúninginn en sá aðili hafði litla hugmynd um hvað væri í gangi.

„Hann labbaði inn í nóttina og þannig urðu endalok braggans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar