fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sprenghlægileg mistök í beinni útsendingu – Sjáðu myndböndin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 28. október 2018 22:00

Góðar stundir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höldum áfram yfirferð okkur yfir eftirminnileg atvik í íslensku sjónvarpi og nú vindum við okkur að augnablikunum sem fóru á annan veg en áætlað var. Sum þessara atvika eru þekktari en önnur, en öll eiga þau það sameiginlegt að framkalla hlátrasköll áhorfenda, allavega í flestum tilvikum.

Sjá einnig: Eftirminnileg atvik í íslensku sjónvarpi.

„Ég er ekki fýlugjarn maður“

Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson fór á kostum í sjónvarpsviðtali árið 2014 þegar hann var spurður hvort hann væri ekki svekktur að vera ekki skipaður innanríkisráðherra.

„Nei, ég er ekki fýlugjarn maður þó útlitið sé eins og það er,“ sagði Brynjar við fréttamanninn sem gat ekki haldið aftur af hlátrinum. Þá fór Brynjar líka að hlæja. Þegar fréttamaður sagðist þurfa að byrja viðtalið aftur spurði Brynjar hvort hann ætti að sleppa fyrrnefndum brandara. Fréttmaðurinn sagði svo ekki þurfa.

„Þú mátt ekki hlæja aftur þá,“ sagði Brynjar. Allt kom fyrir ekki og náði Brynjar ekki að hafa hemil á sér eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.

Gurbanguly Berdimuhamedow

Eitt þekktasta klúður íslenskrar sjónvarpssögu, ef klúður skildi kalla, er þegar Brynhildur Ólafsdóttir gat ekki hamið hlátrasköllin eftir að Logi Bergmann Eiðsson flutti frétt um forseta Túrkmenistan, Gurbanguly Berdimuhamedow. Næsta frétt var háalvarleg frétt um Baugsmálið, sem varð allt svo spaugilegt í meðförum Brynhildar.

„Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera við ykkur“

Fyrrnefndur Logi er náttúrulega hokinn af reynslu og lét það ekki á sig fá fyrir nokkrum árum þegar fréttatími Stöðvar 2 var í ruglinu.

„Já, þessi frétt er ekki tilbúin, ekki frekar en aðrar fréttir svo sem hjá okkur í dag,“ sagði Logi þegar allt gekk á afturfótunum og bætti við:

„Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera við ykkur.“

Vindasamt í veðurfréttum

Veðurfréttamaður RÚV pirraðist örlítið þegar eitthvað klikkaði í beinni útsendingu með frekar spaugilegri útkomu.

Talaðu!

Una Sighvatsdóttir, þáverandi fréttakona Stöðvar 2 vissi alls ekki að hún væri í beinni fyrr en tökumaðurinn bókstaflega öskraði á hana að tala.

Missti af myndavélinni

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir opnaði Kastljós í miðju Eyjafjallagosi og fór með langa rullu um gosið og afleiðingar þess. Eitthvað var tökumaðurinn ekki alveg með á nótunum og þurfti Ragnhildur að halda ró sinni á meðan hún elti myndavélina. Fagmannlega gert.

Eitís í Efstaleiti

Páll Magnússon, þáverandi útvarpsstjóri RÚV, bjóst ekki við þessari mynd þegar hann gaf boltann yfir á stjórnendur Kastljóss. Í staðinn fékk hann það sem minnir helst á tónlistarmyndband með Wham!

Myndavél á flakki

Ingólfur Bjarni Sigfússon og Svavar Halldórsson voru hálf ringlaðir í frétt um Icesave á RÚV þegar myndavélin flakkaði um allar trissur.

„Og svei mér þá ef röddin er ekki að hverfa hér“

Og aftur kemur Ingólfur Bjarni við sögu þegar hann missti bókstaflega röddina í beinni útsendingu.

Hilário vekur upp hláturskast

Eitthvað fannst Snorra Má Skúlasyni, þáverandi íþróttafréttamanni, nafn markmannsins Henrique Hilário fyndið. Svo sem ekki furða.

Og annað hláturskast

Munið þið þegar Svanhildur Hólm og Sölvi Tryggvason fengu hláturskast í Íslandií dag?

Og enn annað hláturskast

Eða þegar Sigmar Guðmundsson gat ekki hætt að hlæja í Útsvari?

Mismæli eða viljandi gert?

Fréttmaðurinn Tryggvi Aðalbjörnsson á eflaust ein fyndnustu mismæli Íslandssögunnar þegar hann sagði frétt um lekamálið á RÚV. Kallaði hann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, ráðherfu í beinni útsendingu. þann 12. nóvember árið 2014

Glanni glæpur og glasið

Leikarinn heitni Stefán Karl Stefánsson mætti í Kastljós fyrir nokkrum árum til að ræða velgengni sína sem Trölli og Glanni glæpur. Einhvern langaði í vatn leikarans og fór svo að hann braut glasið í beinni.

Fá sér kaldan og horfa á handbolta

Svo er alltaf fyndið þegar fréttamenn vita ekki að enn er kveikt á hljóðnemanum. Við gefum Ingólfi Bjarna enn og aftur orðið:

Obbosí

Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður, fær svo að ljúka samantektinni, en hann missti algjörlega af því þegar skipt var á hann í beinni útsendingu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ