fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Síðasta kvöld River Phoenix: „Ég vissi að eitthvað væri að“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 26. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næstu viku verða 25 ár liðin síðan leikarinn River Phoenix lést af völdum ofneyslu, 23 ára að aldri. Fréttamiðillinn The Guardian minnist leikarans og tók viðtal við leikkonuna Samönthu Mathis, þáverandi kærustu Phoenix. Í viðtalinu opnar Mathis sig í fyrsta skiptið um síðasta kvöld leikarans og hennar upplifun á því.

Phoenix og Mathis kynntust fyrst þegar þau voru bæði nítján ára gömul en kviknaði síðan neistinn þegar þau léku saman í kvikmyndinni The Thing Called Love nokkrum árum síðar. Þegar Mathis rakti söguna af síðasta kvöldinu, segir hún allt hafa byrjað með því að hún skutlaði systkinunum Joaquin og Rain Phoenix á skemmtistaðinn The Viper Room í Los Angeles. Til stóð hjá parinu að halda aftur heim til hennar að því loknu. Þá sagði River kærustu sinni að hann langaði að doka við til að spila tónlist.

„Ég vissi að eitthvað væri að þetta kvöld, eitthvað sem ég skildi ekki,“ segir Samantha. „Ég sá engan annan taka inn eiturlyf en þarna var hann undir áhrifum á þannig máta að mér var farið að líða óþægilega.“

Samantha Mathis

„Þú ert að eyðileggja vímuna“

Mathis bætir við að hún hafi látið undan og ákveðið að vera áfram, þar sem hún bjóst ekki við að stoppið á skemmtistaðnum tæki langan tíma. „Fjörutíu og fimm mínútum síðar var hann dáinn.“

Leikkonan man eftir að hafa stigið út af salerninu og séð River í áflogum við annan mann. River féll í kjölfarið á stéttina eftir að dyravörður vísaði þeim báðum út af skemmtistaðnum. „Hvað hefur þú gert? Á hverju ertu?“ segist Mathis hafa öskrað á þessu örlagaríka kvöldi. „Láttu hann vera, þú ert að eyðileggja vímuna hans,“ svaraði dyravörðurinn að hennar sögn.

River lést þetta kvöld vegna ofneyslu á heróíni og kókaíni, en Mathis tekur skýrt fram að hann hafi ekki haft nein eiturlyf á sér fyrr en mætt var á skemmtistaðinn.

Mathis ræddi persónuleika Rivers í smáatriðum en hann var mikill umhverfissinni og þótti fátt skemmtilegra en að sinna leiklistinni og eyða stundum með sínum nánustu. Mathis er handviss um að hann væri að sinna umhverfismálum og leikstýra, væri hann enn á lífi. „Guð, væri það ekki indælt?“ segir hún.

River og Samantha í kvikmyndinni The Thing Called Love, frá árinu 1993.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki