fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Ellý kölluð ósvífin – svaraði fullum hálsi: „Píka fallegur líkamshluti sem engin kona ætti að skammast sín fyrir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 26. október 2018 23:20

Ellý svarar hatri með hlýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistakonan, spákonan og flotþerapistinn Ellý Ármannsdóttir hefur verið iðin síðustu mánuði að mála og teikna myndir, en listaferillinn hófst fyrir alvöru þegar Ellý var á barmi gjaldþrots.

Í gær birti Ellý myndir og myndband á Facebook af glænýrri mynd sem hefur vakið mikla athygli. Um er að ræða mynd þar sem Ellý er búin að teikna nakinn kvenmannslíkama og hvert smáatriði píkunnar. Myndir Ellýjar hafa margar hverjar verið mjög djarfar en má eiginlega slá því föstu að þetta sé hennar djarfasta verk til þessa.

Ekki eru allir á eitt sáttir við nýju myndina og kallar ein Facebook-vinkona Ellýjar spákonuna ósvífna. Ellý, sem er með munninn fyrir neðan nefið, svarar henni fullum hálsi, þó á kærleiksríkan hátt.

„Ef þessi teikning fer fyrir brjóstið á þér þá skaltu fyrir alla muni fá einhvern sem allra fyrst til að hjálpa þér að blokkera mig úr þínum facebook-heimi því svona er heimurinn minn og hann er einstaklega fallegur og skemmtilegur,“ skrifar Ellý og bætir við að kvenmannssköp sé ekkert til að fela.

„Ég sendi þér hérna hlýja kveðju en konur á mínum aldri erum margar hverjar mjög opnar á líkama og sál og finnst píka fallegur líkamshluti sem engin kona ætti að skammast sín fyrir. Góðar stundir.“

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þrjátíu manns líkað við svar Ellýjar en aðeins einn sett hjarta við athugasemd Facebook-vinkonunnar – nefnilega Ellý sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“

Herra Hnetusmjör fær sinn eigin sjónvarpsþátt: „Þetta verður ekkert 18 plús“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna

Stærsta Tarantino myndin til þessa – Sjáðu fyrstu kitluna