fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Flekar gefur út plötu – Lay Low hitar upp á útgáfutónleikum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Flekar heldur veglega útgáfutónleika á Húrra á morgun, miðvikudag, kl. 20 og mun stórvinkona hljómsveitarinnar hún Lay Low sjá um upphitun. Á tónleikunum mun hljómsveitin leika sína fyrstu plötu, Swamp Flowers, í heild sinni.

Í hljómsveitinni Flekar eru Sigurbjörn Már Valdimarsson, sem sér um bassaleik og bakraddir, Skúli Arason, sem sér um trommuleik og bakraddir og Vignir A. Guðmundsson, sem sér um söng og gítarleik.

Þeim til aðstoðar á tónleikunum verða Bjarni Ævar Árnason úr hljómsveitinni Kiryama Family sem sér um hljóðgerflaleik og Kristin Þór Óskarsson, úr hljómsveitinni Hide Your Kids, sem sér um rafgítarleik.

Platan Swamp Flowers er mikið heimabrugg og hefur verið legið yfir útsetningum og lagasmíðum ótal síðkvöld síðan fyrstu skrefin í átt að plötu voru tekin. Hljóðheimur plötunnar er því margbrotinn og verður því heilmikið um að vera hjá hljóðfæraleikurum við að reyna að fanga anda plötunnar á sviði.

Sigurbjörn Már á heiðurinn af hljóðheimi plötunnar en hann sá um upptökur og hljóðblöndun. „Það var afar ánægjulegur hluti af ferlinu að fylgjast með hvernig afmarkaðar hugmyndir í hljóðveri verða að einhverju allt öðru í hljómsveitarútsetningum,“ segir Sigurbjörn Már.

„Það var sá hátturinn hjá okkur í upptökuferlinu að við spiluðum og sungum inn það sem okkur þótti þjóna lögunum, án þess að hugsa endilega um hvernig við myndum útfæra það á sviði. Þannig fæ ég til dæmis að syngja bakraddir á meðan ég tromma oft og tíðum margslungnar kaflaskiptingar,“ segir Skúli Arason trommuleikari, sem er sérlega spenntur fyrir sínu hlutverki.

Platan verður til sölu á tónleikunum og er hún eins fáanleg í glæsilegri vínylútgáfu í helstu plötubúðum og á helstu streymisveitum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar litlar 1.500 krónur inn.

Facebooksíða Fleka

Flekar á Spotify

Flekar á Youtube

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“

Sérfræðingar völdu bestu elskhuga Íslands: „Það var mikil kynorka á Kaffibarnum á þessum tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“

Sigurður Árni með mikilvæg skilaboð: „Minning um rosalegan þjófnað hefur sótt á mig síðustu daga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi

Við erum Kolfinna, Nói og Baldur Ingi