fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Selma Blair er með MS-sjúkdóminn: „Ég er fötluð“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 21. október 2018 00:41

Selma Blair er bjartsýn í skugga erfiðleikanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og aðgerðarsinninn Selma Blair tilkynnti það fyrir nokkrum klukkustundum að hún væri með MS-sjúkdóminn. Tilkynnti Selma það í einlægri færslu á Instagram, en sjúkdómsgreininguna fékk hún um miðjan ágúst á þessu ári.

Í byrjun færslunnar þakkar hún búningahönnuði þáttanna Another Life, sem sýndir verða á Netflix á næsta ári, fyrir að hjálpa sér að klæða sig. Þá þakkar hún einnig framleiðendum þáttanna fyrir að veita sér tækifæri þrátt fyrir sjúkdóminn.

„Einkenni sjúkdómsins aukast. Ég er með vinnu fyrir Guðs náð og skilning framleiðandanna hjá Netflix. Dásamlega vinnu,“ skrifar Selma og heldur áfram.

„Ég er fötluð. Stundum dett ég. Ég missi hluti. Minni mitt er þokukennt. Og vinstri hlið mín er að biðja bilað GPS-tæki um að vísa sér veginn. En við erum að gera þetta.“

Fékk ekki greiningu fyrr en hún datt

Þá þakkar Selma einnig lækninum sínum, sem hefur reynt að fá greiningu og hjálp fyrir leikkonuna í fjölda ára.

„Ég hef verið með einkenni árum saman en þau hafa aldrei verið tekin alvarlega fyrr en ég datt fyrir framan hann þegar ég var að reyna að finna út úr því sem ég hélt að væri klemmd taug. Ég hef örugglega verið haldin þessum ólæknandi sjúkdómi í að minnsta kosti fimmtán ár. Og mér er létt að vita það að minnsta kosti.“

„Ég vil leika við son minn aftur“

Hún segist vera bjartsýn í skugga erfiðleikanna.

„Ég vona að ég geti veitt öðrum von. Og jafnvel sjálfri mér. Maður fær ekki hjálp nema biðja um hana. Það getur verið yfirþyrmandi í byrjun. Þú vilt sofa. Þú vilt alltaf sofa. Þannig að ég hef engin svör. Ég vil sofa, sjáiði til. En ég er opin manneskja og ég vil lífsfyllingu á einhvern hátt. Ég vil leika við son minn aftur. Ég vil ganga niður götu og ég vil fara á bak. Ég er með MS og ég er í lagi. En ef þið sjáið mig missa fullt af drasli á götuna þá megið þið endilega hjálpa mér að taka það upp. Það tekur mig eina heilan dag. Þakka ykkur fyrir og ég vona að við eigum öll góða daga innan um áskoranirnar.“

 

View this post on Instagram

 

I was in this wardrobe fitting two days ago. And I am in the deepest gratitude. So profound, it is, I have decided to share. The brilliant costumer #Allisaswanson not only designs the pieces #harperglass will wear on this new #Netflix show , but she carefully gets my legs in my pants, pulls my tops over my head, buttons my coats and offers her shoulder to steady myself. I have #multiplesclerosis . I am in an exacerbation. By the grace of the lord, and will power and the understanding producers at Netflix , I have a job. A wonderful job. I am disabled. I fall sometimes. I drop things. My memory is foggy. And my left side is asking for directions from a broken gps. But we are doing it . And I laugh and I don’t know exactly what I will do precisely but I will do my best. Since my diagnosis at ten thirty pm on The night of August 16, I have had love and support from my friends , especially @Jaime king @sarahmgellar @realfreddieprinze @tarasubkoff @noah.d.newman . My producers #noreenhalpern who assured me that everyone has something. #chrisregina #aaronmartin and every crew member… thank you. I am in the thick of it but I hope to give some hope to others. And even to myself. You can’t get help unless you ask. It can be overwhelming in the beginning. You want to sleep. You always want to sleep. So I don’t have answers. You see, I want to sleep. But I am a forthcoming person and I want my life to be full somehow. I want to play with my son again. I want to walk down the street and ride my horse. I have MS and I am ok. But if you see me , dropping crap all over the street, feel free to help me pick it up. It takes a whole day for me alone. Thank you and may we all know good days amongst the challenges. And the biggest thanks to @elizberkley who forced me to see her brother #drjasonberkley who gave me this diagnosis after finding lesions on that mri. I have had symptoms for years but was never taken seriously until I fell down in front of him trying to sort out what I thought was a pinched nerve. I have probably had this incurable disease for 15 years at least. And I am relieved to at least know. And share. ? my instagram family… you know who you are.

A post shared by Selma Blair (@selmablair) on

Selma er 46 ára og á soninn Arthur Saint Bleick, sem varð 7 ára í sumar. Hún náði athygli sjóvnarpsáhorfanda vestan hafs í þáttunum Zoe, Duncan, Jack and Jane árin 1999 og 2000 og heimurinn heillaðist af henni á hvíta tjaldinu sem Cecile Caldwell í költmyndinni Cruel Intentions árið 1999. Hún hefur leikið í fjölmörgum myndum síðan þá, svo sem Legally Blonde, Hellboy, Storytelling, In Their Skin og nú síðast Mom and Dad.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð