fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Óður aðdáandi réðst á Emmsjé Gauta

Tómas Valgeirsson og Guðni Einarsson
Sunnudaginn 21. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyringurinn og Breiðhyltingurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn allra vinsælasti rappari landsins um árabil. Listamaðurinn hefur sópað til sín tilnefningum og verðlaunum fyrir lög sín og plötur og hafa fáir listamenn í íslensku rappsenunni komist með tærnar þar sem Gauti hefur hælana.

Það hefur tekið listamanninn tíma og metnað að komast á þann stað sem hann er á í dag en hann hefur sent frá sér fimm breiðskífur og yfir tuttugu smáskífur. Á leiðinni hefur hann lent í ýmsum uppákomum. Fimmta breiðskífa kappans leit dagsins ljós fyrr í vikunni undir heitinu FIMM. Sjálfskoðun og aðra upplifun á sjálfum sér segir Gauti hafa valdið því að platan hafi orðið rólegri og farið í aðra átt en þær fyrri. Gauti er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hann vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar í vesturbæ Reykjavíkur, útgáfutónleika á Akureyri og jólatónleika í Háskólabíói.

DV ræddi við Gauta í einlægu við tali um upprunann, ferilinn, eiturlyfjavanda ungs fólks og sitthvað fleira.
Þetta er brot úr helgarviðtali DV.

Hvað tók við eftir Seljaskóla og hvar varstu að vinna á yngri árum?

„Ég var í Seljaskóla og hætti í tíunda bekk. Ég tók eina önn á listnámsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en gafst fljótt upp á því. Þá fór ég eina önn í bakarann og kokkinn í Menntaskólanum í Kópavogi. Það var eitthvað voðalega kósí við það að geta bakað fyrir sjálfan sig, þangað til að ég áttaði mig á því hvernig vinnutími bakarans er. Bakarar vinna alltaf snemma alla morgna á meðan kokkurinn er að langt fram eftir kvöldi, þess vegna hraktist ég úr því. Eftir þetta tók ég mér pásu og fór að vinna. Ég fór að ferðast, vinna í hinu og þessu og fann að ég var ekki tilbúinn til þess að mennta mig á þessum tíma.

Í níunda og tíunda bekk tók ég unglingavinnuna og vann síðan í fatabúðum. Svo fór ég að fylla goskæla fyrir Vífilfell og malbikaði eitt sumar. Ég man líka að ég vann aðeins í Húsasmiðjunni áður en ég var rekinn.“

Af hverju varstu rekinn?

„Ég vann þarna með Kidda, vini mínum, og ég man alltaf að við vorum reknir með viku millibili. Hann sofnaði í baðkari og ég sofnaði uppi á borði. Ég var reyndar líka rekinn hjá Vífilfelli. Ég var mættur í eina Bónusverslunina til að fylla á en ákvað að leggja mig í einni hillunni fyrir opnun. Þá sofnaði ég og vaknaði eftir opnun. Það var klöguskjóða í búðinni sem lét yfirmann minn vita og þannig missti ég þá vinnu. Svo fór ég að vinna aftur í fatabúð og held að ég hafi staðið mig ágætlega þar. Síðan fór ég að vinna aðallega á veitingastöðum og börum þangað til ég hætti að vinna svona störf og sneri mér að músík.“

Eltur heim af óðum aðdáanda

Gerist það oft að aðdáendur reyni að ná samband við þig í síma eða er fólk að koma heim að dyrum hjá þér?

„Krakkarnir í hverfinu eru stundum að banka upp á og eiga það til að gera dyraat. Fólk gerir líka símahrekki af og til, en ég finn fyrir því að kjarnahópur aðdáenda er rosalega næs og virðingarfullur hópur. Það er fólk sem er ekki mikið að betla ljósmyndir og virðir einfaldlega tónlistina. Ég upplifi það þannig að það sé ekki vandamál að vera þekkt andlit á Íslandi fyrr en fólk er komið í áfengið.“

Hefur þú lent í mörgum grilluðum uppákomum frá aðdáendum?

„Hiklaust, alveg ótal mörgum. Sem dæmi lenti ég einu sinni í strák á Prikinu sem var greinilega aðdáandi. Þá var ég ekki alveg í stuði til þess að tala við fólk en hann var alveg ofan í andlitinu á mér og vildi segja mér frá hugmyndum um lög. Ég bað hann um að fara en hann vildi það ekki og var á endanum orðinn óþolandi. Þá bað ég dyravörðinn um að fylgja honum út og hélt að allt væri búið. Síðan gerðist það eftir kvöldið að hann elti mig heim og réðst á mig, þegar ég var rétt ókominn í Vesturbæinn. Ég hafði seinna samband við þennan strák og talaði við hann. Þá sá hann rosalega eftir þessu en talaði um hvað honum sárnaði mikið að ég hefði sýnt honum svo mikla óvirðingu. Hann hefur verið drukkinn og í einhverju ruglástandi.

Ég mæli samt með að fólk íhugi hvort það sé að ráðast á persónulegt svæði annarra, sérstaklega ef það er komið í glas. Þetta á ekki bara við um þá sem eru frægir. Það eru ekkert alltaf allir til í spjall. Ég er til dæmis viss um að sjónvarpskarakterar, sem vinna við það að vera skemmtilegir í sjónvarpinu, lendi mikið í því að aðrir búist við því að þeir séu alltaf í stuði. Maður verður eitthvað svo brenglaður þegar allt gengur rosavel og þegar allir eru alltaf að segja manni hvað maður er flottur. Það er allt í gangi og fólk er endalaust að hrósa manni, þá á maður það til að fela sig á bak við það og gleyma alvöru manneskjunni.“

Gauti gaf nýlega úr plötuna FIMM. Mynd/Berglaug Petra

Fylgir annarri stefnu en áður

„Segjum að ég fari grátandi eða leiður upp á svið, þá þarf ég að hrista það af mér með einhverri grímu, því fólk vill að þú sért alltaf í stuði. Þessi texti snýst um mig að „feisa“ sjálfan mig. Ég fann einhvern glugga og ákvað að rífa sjálfan mig aðeins niður. Mér fannst það meira að segja örlítið óþægilegt. En þessi plata er svolítið merki um það. Hún er rólegri og fylgir annarri stefnu en því sem ég hef verið að sinna, en það er líka vegna þess að ástandið á mér hefur verið öðruvísi en áður.

Ég vil líka hvetja fólk til þess að vera ekki feimið við að gagnrýna plötuna mína. Mér finnst alltaf gaman að fá uppbyggilega gagnrýni og mér finnst eiga að vera meira af henni í samfélaginu. Ég á mér nokkra beinskeytta vini sem ég leita alltaf til þegar ég gef út efni. Mér finnst auðvitað gaman að fá hrósið en ég vil endilega vita hvað þeim fannst mega fara betur. Þetta snýst ekki um að vera dónalegur og ég er mögulega að kasta steinum úr glerhúsi, því ég hef sjálfur tekið fólk fyrir í fjölmiðlum og drullað yfir það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Strokufangar á Íslandi

Strokufangar á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng

50-20-30 reglan: Ef þú notar hana verður þú aldrei aftur í fjárþröng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann

Emmsjé Gauti fékk sér nýtt flúr – Fékk hjálp við að deyfa sársaukann
Fókus
Fyrir 3 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“