fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tómas selur þessi strá á 700 þúsund: „Eru þau góð í kringum bragga?“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem markaðsvirði á stráum hafi rokið upp í kjölfar umfjöllunar um kaup Reykjavíkurborgar á höfundarréttarvörðum dúnmels-stráum frá Danmörku sem eru í beði fyrir utan braggann fræga í Nauthólsvík. Þessar upplýsingar, sem Eyjan greindi fyrst frá, hafa vakið mikil viðbrögð þar sem borgin borgaði rúmlega 757 þúsund krónur fyrir stráin og aðrar 400 þúsund krónur til að planta þeim í beðið.

Sjá einnig: Þessi strá fyrir utan braggann kostuðu 757 þúsund krónur – Höfundaréttavarin og keypt frá Danmörku

Minnst tveir hafa sett strá til sölu á Fésbókarsíðunni Brask og Brall, biðja strásölumennirnir um upphæðir sambærilegar þeim sem borgin borgaði fyrir stráin í Nauthólsvík. Tómas Logi Hallgrímsson tíndi stráin sem sjá má hér fyrir neðan á Snæfellsnesi, vill hann fá 700 þúsund krónur fyrir.

Hér má sjá auglýsingu frá öðrum strásala. Því skal haldið til haga að þetta verð er öllu hærra en það sem Reykjavíkurborg greiddi fyrir stráin fyrir utan braggan, þau strá kostuðu 950 krónur stykkið.

Tómas segir í samtali við DV að hann sé ekki búinn að fá nein tilboð. „Engin tilboð enn, en það er mikill áhugi,“ segir Tómas og tekur fram að virðisaukaskattur og flutningskostnaður sé ekki innifalinn. Segir hann að stráin sem hann tíndi séu ekki höfundarréttarvarin lagalega séð en hefur íhugað að leitast eftir að fá höfundarréttinn að þeim. Hyggst hann halda áfram að auglýsa stráin á Snapchatinu sínu kjullibangsi.

Auglýsing Tómasar hefur vakið mikla athygli og fengið talsvert af athugasemdum og fyrirspurnum. Þar á meðal frá Páli sem segist hafa höfundarrétt á þessum stráum og Hafdísi sem spyr: „Eru þau góð í kringum bragga?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“

Jakob sagður eiga að skammast sín af Elínu „Jakob Frímann. Þú ert mengaður. Mengaður af fordómum, þekkingarleysi og fyrirlitningu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónína og Gunnar selja húsið í Hraunbæ – Innbúið líka til sölu – Sjáðu myndirnar

Jónína og Gunnar selja húsið í Hraunbæ – Innbúið líka til sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“

Lilja hlaut Blóðdropann 2019: „Svik standa upp úr á sterku ári“