fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Alda Karen í einlægu viðtali – „Þunglyndið var dulbúin gæfa og drifkraftur minn í lífinu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 18:00

Alda Karen er vinsæll fyrirlesari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali á AHA móment sem Guðrún Birna le Sage tók við Öldu Karen Hjaltalín frumkvöðul talar Alda Karen á einlægan og opinskáan hátt um þunglyndi sem hefur hrjáð hana og hvernig hún nýtir sér það til góðs.

„Ég verð að viðurkenna að ég var pínu stressuð að opna mig svona mikið í einu viðtali. En alveg frá því að ég byrjaði að tala opinberlega um hugarfarið mitt og reynslur að þá gaf ég sjálfri mér það loforð að vera alltaf heiðarleg og einlæg þó svo það þýði að ég sé að deila mínum dýpstu hugsunum. Í nýju fyrirlestrunum mínum er ég meira segja með skjáskot af heimabankanum mínum því ég vil að fólk upplifi allt sem ég upplifi þegar ég er að reyna ná árangri. Því meira gegnsæi, því meira lærir fólk af mínum upplifunum. Svo í þessu viðtali tala ég um allt sem var mér efst í huga á þessu ári, ástina, þunglyndið, afhverju ég hætti á samfélagsmiðlum yfir sumarið, hugarræktunarstöðvarnar og svo margt fleira,“ segir Alda Karen um myndbandið.

„Það getur verið valdeflandi fyrir unga manneskju að takast á við þunglyndi, kvíða eða aðrar áskoranir sem virðast ólán í fyrstu. Þessi stelpa er svo gott dæmi um það og svo mikil fyrirmynd, sérstaklega fyrir ungt fólk… það sem ég hefði haft gott af þessu viðtali þegar ég var þunglynd og kvíðin á framhaldsskólaárunum,“ segir Guðrún Birna, sem stofnaði AHA móment sem vettvang til að deila því sem vekur áhuga og innblástur hjá henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni

Bíómyndin sem er að gera allt vitlaust: Fólk stóð upp og gekk út af frumsýningunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Saga Pólverja á Íslandi heillaði dómnefnd upp úr skónum

Saga Pólverja á Íslandi heillaði dómnefnd upp úr skónum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Vaknaði mjög heit i morgun“

Vikan á Instagram: „Vaknaði mjög heit i morgun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Yfirheyrslan: Þórður Helgi Þórðarson – „Ég var 20 ára gamall, skíthræddur við lífið“

Yfirheyrslan: Þórður Helgi Þórðarson – „Ég var 20 ára gamall, skíthræddur við lífið“