fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hátískufyrirtæki sameinast – Kors kaupir Versace

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tískuvörukeðjan, Michael Kors, sem nefnd er eftir samnefndum tískuhönnuði þess og stofnanda, hefur keypt ítalska tískuvörumerkið Versace fyrir 1,7 milljarð evra, eða 220,60 milljörða íslenskra króna.

Versace fjölskyldan á 80% í ítalska fyrirtækinu sem Gianni Versace stofnaði fyrir 40 árum síðan, en Blackstone vogunarsjóðurinn bandaríski á 20%.

Michael Kors keypti á síðasta ári vörumerkið Jimmy Choo, sem framleiðis lúxus skófatnað, fyrir 130 milljarða íslenskra króna.

Stofnandi Versace, Gianni Versace, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í júlí 1997. Systir hans, varaforseti og listrænn stjórnandi Versace, Donatella Versace hefur boðað til starfsmannafundar á þriðjudag. Áætlað er að árleg velta fyrirtækisins muni fara yfir 1 milljarð evra á þessu ári.

Donatella Versace.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“