fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Örvar Þór: 78 ára kona með göngugrind grét í símann – Sveltur þegar líður á mánuðinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. september 2018 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvar Þór Guðmundsson sem situr í stjórn góðgerðarsamtakanna Samferða gagnrýnir í nýlegri færslu sinni á Facebook græðgi Íslendinga og af hverju við vöndum okkur ekki betur með þá peninga sem við höfum til ráðstöfunar.

Ég sit í 5 manna stjórn hjá Samferða. Samferða eru góðgerðarsamtök. Þar er fólk sem reynir eftir fremsta megni að safna peningum til að gefa þá svo áfram til þeirra sem standa í sinni lífsins baráttu með einum eða öðrum hætti. Allt gert í sjálfboðavinnu, ástríðan ein að vopni. Enginn kostnaður, ekki sumt heldur allt gefið til þeirra sem þurfa á að halda.

Upphaf stofnunar Samferða má rekja til desember 2012 þegar Örvar Þór heyrði viðtal við konu sem hafði ekki efni á að halda jól. „Mér blöskraði þetta og tókst á einum degi að safna 150 þúsund krónum með hjálp vina minna á Facebook.“

Ári síðar hvöttu vinir Örvars hann til að endurtaka leikinn, og fékk hann þá aðstoð við finna fjölskyldur tveggja langveikra barna. Viðbrögðin við söfnuninni voru slík að Örvar sá að framtak hans var komið til að vera.

Upphaflega setti ég mér það markmið að safna 300 þúsund krónum, 150 þúsundum fyrir hvora fjölskyldu, en sú upphæð endaði síðan í 1.700 þúsund krónum. Fjölskyldurnar fóru frá því að vera tvær yfir að vera tólf. Þetta varð eiginlega hálfgerð sprengja.

Í færslu sinni rekur Örvar Þór nokkur dæmi um einstaklinga sem notið hafa góðs af kröftum Samferða.

Kennari kominn yfir miðjan aldur. Ein að berjast við krabbamein. Hafði því lítið úr að spila fjárhagslega, samt svo blíð og góð kona. Hún fékk pening fyrir jólin eitt árið til að kaupa sér nýjan ísskáp og mat inn í hann fyrir jólin sín. Hún tapaði sinni baráttu í síðasta mánuði eftir rúmlega 20 ár í slagsmálum sínum við krabbamein.

Í síðasta mánuði hringdum við í aðra einstæða konu með krabbamein sem leigir með vinkonu sinni. Hún er að komast á eftirlaun en hefur ekki efni á að búa ein. Með því að deila leigu með sinni vinkonu á hún um 54.000 krónur til að lifa út mánuðinn. Við gáfum henni pening. Hún var ofboðslega þakklát því hún var að fara í allsherjar myndatöku. Átti að fá að vita stöðuna á þessu krabbameini betur. Var vongóð, búin að berjast lengi. Hinsvegar fékk hún ekki góðar fréttir því krabbameinið var búið að dreifa sér og því komið á fjórða stig. Hún mun halda áfram að berjast með sinn 54.000 kall 1. október þegar hún hefur greitt sína reikninga.

Næst nefnir Örvar Þór þann sem allt hefur og meira til, sem rekur fyrirtæki, sum sem ganga vel og önnur ekki. Og nefnir því næst WOWair, sem eins og komið hefur fram í fréttum biðlar til banka landsins um björgun.

Á hinum vængnum erum með mann í gullfallegum jakkafötum sem er með hin og þessi félög. Sum ganga vel önnur ekki. Eitt þeirra fór til dæmis í þrot, ekkert til upp í kröfur og því 20 þúsund milljónir afskrifaðar. Stuttu síðar kaupir annað félag hjá honum annað félag fyrir rúmlega 22 þúsund milljónir. Allt mjög eðlilegt bara.
Flugfélag stendur í ströngu. Sjálfsagt gefum við því 10 til 15 þúsund milljónir til að halda dæminu gangandi á næstu dögum. Þó svo að viðskiptamódelið sé ekki að ganga upp þá er mikilvægt að vera meðvirkur því þetta er ómissandi fyrirtæki.

Við erum með fullt af fólki í vinnu sem við greiðum 1, 2, 3, 4, 5 milljónir í mánaðarlaun og jafnvel meira.

Í gær hringdum við í 78 ára gamla konu. Hún er að glíma við eitt og annað eins og gengur. Í ofanálag er hún klaufi að eigin sögn. Datt í febrúar og meiddi sig mikið. Ekki ennþá búin að jafna sig en reynir að vera jákvæð með sína göngugrind. Reyndar átti hún bara nokkra þúsundkalla til að lifa út þennan septembermánuð. En það er svo sem í góðu lagi því hún þekkir ekkert annað. Vann sem ritari í gamla daga og því aldrei átt neina peninga og þekkir því ágætlega þá raun að svelta er líður á mánuðinn síðustu ár. En hún fékk pening frá okkur og getur því borðað alla daga í þessum mánuði. Hún grét í símanum. Ekki af skömm heldur gleði. Að það væri til svona fólk sem myndi bara hringja og gefa henni peninga svo hún gæti haft það bærilegra.

Jæja nóg um þetta.
En af hverju vöndum við okkur ekki með peninga? Af hverju köstum við milljörðum í hitt og þetta en týmum svo ekki að hækka laun hjá þessu fólki sem hefur það verst um 100.000 kall á mánuði?
Af hverju erum við svona gráðug?
Af hverju?

Fyrstu þrjú árin fór allt söfnunarstarfið eingöngu fram á persónulegri Facebook-síðu Örvars. Hugmyndin vatt upp á sig og á haustmánuðum kom Örvar á fót góðgerðasamtökunum Samferða.Tilgangur samtakanna er að aðstoða fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu, svo sem vegna veikinda, en fimm manna stjórn kemur saman einu sinni í mánuði og vinnur úr ábendingum sem hafa borist um fjölskyldur og einstaklinga sem eiga um sárt að binda.

Í viðtali við Örvar Þór í byrjun desember í fyrra kom fram að umsóknum fjölgar á hverju ári.

Viltu styrkja Samferða?
Hægt er að leggja inn á reikning samtakanna, biðja banka um að skuldfæra mánaðarlega eða senda sms.
Banki 0327-26-114
Kennitala 651116-2870

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“

Börn Stefáns Karls líta lífið öðrum augum: „Ég geti vitanlega aldrei tekið frá þeim þann sársauka sem því fylgir að missa pabba sinn“
Fókus
Í gær

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur

Fjallið Hafþór Júlíus lang launahæstur íþróttamanna – Eyddi fúlgu í hárígræðslur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“

Guðmundur Óskar: „Að geta hreyft sig eru ákveðin forréttindi sem því miður allt of fáir nýta sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“

Vikan á Instagram: „Lífið er betra í bikiní“