fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Dolores drukknaði í baði eftir mikla áfengisneyslu

Fókus
Fimmtudaginn 6. september 2018 11:48

Dolores O'Riordan of The Cranberries performs live in concert at F1 Rocks at the Sidney Myer Music Bowl in Melbourne, Australia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánardómstjóri hefur úrskurðað að dánarorsök tónlistarkonunnar Dolores O’Riordan, söngkonu Cranberries, hafi verið drukknun. Dolores fannst látin á hótelhebergi í London þann 15. janúar síðastliðinn en talið er að áfengisneysla hafi átt stóran þátt í dauða hennar.

Þegar Dolores fannst látin var áfengismagn í blóði hennar 330mg í hverjum 100ml af blóði. Það er um það bil fjórfalt yfir refsimörkum þegar ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og segir að Dolores hafi drukknað í baðkarinu.

Dolores hefði orðið 47 ára í dag, 6. september, en hún var stödd í London við upptökur á nýju efni. Í skýrslu dánardómstjóra er vitnað í skýrslu bandaríska læknisins Roberts Hirschfield sem ræddi við Dolores þann 26. desember síðastliðinn. Hann sagði að hún hefði verið í góðu jafnvægi og ekki minnst á neinar sjálfsvígshugsanir.

Telur dánardómstjóri að um slys hafi verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“