fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Thelma stundar leiklistarnám í Japan og tekur þátt í fyrirsætukeppni

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. september 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Rún Heimisdóttir er ein af fáum Íslendingum sem stundað hafa sviðslistanám í Asíu en í vetur mun hún útskrifast úr leiklistardeild Tokyo Film Centre School of Arts. Hún hyggst reyna fyrir sér í bransanum í Japan eftir útskrift og er með mörg járn í eldinum, en eitt af því er að taka þátt í fyrirsætukeppni hjá japönskum skóframleiðanda.

Thelma Rún ólst upp í Yorkshire á Englandi frá tveggja til tólf ára aldurs en hún var snemma heilluð af öllu sem tengist Japan.

„Þegar ég var 6 ára las ég bók sem heitir “Mickey Mouse Goes to Japan”. Þessi bók er orsök ástar minnar á Japan. Í bókinni var farið lauslega yfir japanska menningu, sem ég varð mjög spennt fyrir. Síðan byrjaði að lesa mig til um Japan, horfa á japanskt sjónvarpsefni og kvikmyndir, hlusta á japanska tónlist og svo framvegis.

Í kjölfarið var ég staðráðin í að heimsækja Japan, en ákvað fyrst að læra japönsku við Háskóla Íslands, en það kom sér vel að námið býður upp á skiptinám í Japan sem ég nýtti mér. Árið 2014 fór ég loksins til Japans í fyrsta skipti til að læra japönsku í skóla sem heitir Gakushuin University og varð ástfangin af Japan aftur. Ári seinna útskrifaðist ég úr Háskóla Íslands með B.A. í japönsku.Þegar að ég útskrifaðist úr HÍ, langaði mig mjög til að læra leiklist en samt fara aftur til Japans, þannig ég ákvað bara að blanda þessu tvennu saman! Ég hreyfst líka að nákvæmni og vinnubrögðum Japana, fannst þau alveg til fyrirmyndar og langaði til að tileinka mér þau.“

Thelma komst fljótt á snoðir um skóla, Tokyo Film Centre School of Arts og sótti um inngöngu, fyrst allra Íslendinga. „Síðasta sumar ákvað ég líka að skella mér í módelskóla í nokkra mánuði, þar sem ég var að læra að ganga á ,,catwalk” og pósa fyrir myndatökur.“

Mannasiðir á námsskránni

„Skólinn kennir leiklist með amerískum hætti, sem þau kalla “The Hollywood Way”. Þá er verið að leggja áherslu á að verða karakterinn sem þú ert að leika. Þú átt að vita jafnt um þinn karakter og þú veist um sjálfan þig. Einnig er lögð mikil áhersla á að beita röddinni rétt, öndun og líkamstjáningu. En í skólanum mínum er ekki bara lögð áhersla á hvernig þú tjáir þig í leiklistinni heldur einnig framkomu þína sem leikari. Okkur er kennt að vera alltaf snyrtileg til fara sama hvert við förum, vera með fallega framkomu við aðra, passa að gera ekkert sem kemur aftan að okkur til dæmis á netinu, hvað varðar mannasiði og fleira. Það er oft verið að skamma okkur fyrir að vera ekki nógu dugleg að heilsa fólki á göngunum í skólanum!

Í skólann koma margir frægir leikstjórar og leikarar með fyrirlestra um leiklist, hvernig þeir komust inní bransann og fleira. Það er rosalega fjölbreytt úrval af tímum í skólanum eins og japönsk og vestræn bardagalist, ballett, söngleikir, klappstýrutímar, danstímar, söngtímar, radd leiklist og fleira. Þar sem skólinn minn er ekki bara að kenna leiklist fyrir kvikmyndir heldur leiklist fyrir leikhús líka,er lögð mikil áherslu á að beita röddinni rétt. Í því fáum við sérkennslu. Tvisvar á ári erum við síðan með leiklistarsýningar. Þar sem ég er á þriðja og síðasta ári núna erum við með söngleik í febrúar. Ég veit ekki ennþá hvaða leikrit en grunar að það gæti verið Wicked.“

Thelma segir að hin hefðbunda japanska leikhúsmenning  sé mjög áhugaverð.

„Til dæmis eru þau með Kabuki og Noh þar sem leikarar klæða sig upp í gullfallegum, japönskum búningum og eru aðallega að sýna leikrit um sögu Japans. Leikhús í Japan markast svolítið mikið af japanskri sögu og menningu sem er auðvitað ólík vestrænni sögu og menningu að miklu leyti, þess vegna lærum við japanska bardagalist og forna menningu Japana. Leiklistarnám í Japan snýst mjög mikið um sviðsleik. Þannig geta japanskir leikarar orðið svo lítið formlegir og stífir fyrir framan kvikmyndatökuvélina.“

Um þessar mundir er Thelma á meðal þeirra stigahæstu sem taka þátt í netkosningu í japanskri fyrirsætukeppni.

„Í ágúst gerðist ég ein af fyrirsætum hjá nýju japönsku fyrirtæki sem heitir Girl‘s Secret en þeir framleiða skó. Fyrirtækið er með keppni í gangi á appi/vefsíðu sem heitir Showroom sem allar þeirra fyrirsætur taka þátt í. Þessi keppni snýst um að ég “live-streama” (bein útsending) mér sjálfri á hverjum degi og safna stigum. Fólk kemur og horfir á mig og gefur mér stig með því að kommenta, gefa mér stjörnur eða kaupa handa mér gjafir í appinu. Í augnablikinu eru úrslitin í gangi fram að 9. September og ég er í 2.sæti,“ segir Thelma en hægt er að fylgjast með henni og gefa henni stig hér. Vefsíðan er á japönsku en hægt er að þýða textann með hjálp Gogle Translate. „Ég tala aðallega á japönsku en tala einnig á ensku og íslensku og mér þætti æðislega vænt um ef að Íslendingar gætu stutt mig.“

Framtíðarplön mín eru að halda áfram að búa í Japan eftir útskrift og finna mér umboðsmann. Einnig væri ég til í að prófa að reyna mig í Englandi, Ameríku og að sjálfsögðu Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Adele þakkar þessum fimm fyrir að vera sú sem hún er í dag – Sjáðu myndbandið

Adele þakkar þessum fimm fyrir að vera sú sem hún er í dag – Sjáðu myndbandið
Í gær

Fyrsta lag Óróa

Fyrsta lag Óróa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Plágan snýr aftur: „Þessi óféti bíta allt sem fyrir verður“ – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý

Plágan snýr aftur: „Þessi óféti bíta allt sem fyrir verður“ – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk demantshring með dularfullum skilaboðum

Fékk demantshring með dularfullum skilaboðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

DV tónlist: Bófadans með Andra Má

DV tónlist: Bófadans með Andra Má
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu

Skildi við karlinn eftir 11 ára hjónaband: Er nú í sambandi með tveimur körlum og einni konu