Nú hafa komið fram í dagsljósið nýjar myndir sem varpa ljósi á líf hermanna á vesturvígstöðvunum í fyrri heimsstyrjöldinni. Um er að ræða
Eins og kunnugt er stóð heimstyrjöldin fyrri yfir frá 1914 til 1918 og er um að ræða eina mannskæðustu styrjöld sögunnar. Talið er að 10 milljónir hafi fallið.
Myndirnar voru færðar í lit af hinum velska Royston Leonard. Royston, sem er 56 ára, er mikill áhugamaður um styrjöldina enda tók afi hans þátt í bardögunum.
„Myndirnar sýna að lífið á vesturvígstöðvunum var ekki alltaf auðvelt, en þarna voru men að reyna að gera það besta úr þeim aðstæðum sem þeir voru í,“ segir Royston í samtali við Mail Online.