fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Foreldrum Cullen litla var tjáð að hann ætti 2% lífslíkur – Sjáðu myndbandið sem er að bræða heimsbyggðina

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Cullen Potter, frá Alabama í Bandaríkjunum, kom í heiminn eftir aðeins 22 vikna meðgöngu var hann tæplega 400 grömm að þyngd og mjög veikburða. Nú 160 erfiðum dögum síðar er búið að útskrifa Cullen litla af gjörgæslu. Útskriftin var nokkuð óvenjuleg en foreldrarnir brugðu á það ráð að kaupa sérstakan útskriftarfatnað og taka augnablikið upp.

Myndband af útskriftinni hefur farið sem eldur í sinu um netheima síðustu daga en milljónir manna hafa séð augnablikið sem foreldrarnir Molli Potter og Robert Potter segja kraftaverk. „Okkur var tjáð að lífslíkur Cullen væru 2%. Gott og vel, hér eru tvö prósentin okkar. Fullkominn. Guð er góður,“ sagði Robert í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC News.

Foreldrarnir höfðu leitað á nokkrar sjúkrastofnanir til að fá rétta meðhöndlun. Það var að lokum USA Children’s and Women’s sjúkrahúsið í Alabama sem tók við stráknum. „Það er magnað hvað þau gera. Þau hafa trú á þessum litlu börnum og gefa þeim tækifæri til að berjast. Tækifæri sem þau eiga skilið,“ sagði Molli Potter að lokum.

Myndbandið sem brætt hefur heiminn má sjá hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“