Þegar Cullen Potter, frá Alabama í Bandaríkjunum, kom í heiminn eftir aðeins 22 vikna meðgöngu var hann tæplega 400 grömm að þyngd og mjög veikburða. Nú 160 erfiðum dögum síðar er búið að útskrifa Cullen litla af gjörgæslu. Útskriftin var nokkuð óvenjuleg en foreldrarnir brugðu á það ráð að kaupa sérstakan útskriftarfatnað og taka augnablikið upp.
Myndband af útskriftinni hefur farið sem eldur í sinu um netheima síðustu daga en milljónir manna hafa séð augnablikið sem foreldrarnir Molli Potter og Robert Potter segja kraftaverk. „Okkur var tjáð að lífslíkur Cullen væru 2%. Gott og vel, hér eru tvö prósentin okkar. Fullkominn. Guð er góður,“ sagði Robert í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC News.
Foreldrarnir höfðu leitað á nokkrar sjúkrastofnanir til að fá rétta meðhöndlun. Það var að lokum USA Children’s and Women’s sjúkrahúsið í Alabama sem tók við stráknum. „Það er magnað hvað þau gera. Þau hafa trú á þessum litlu börnum og gefa þeim tækifæri til að berjast. Tækifæri sem þau eiga skilið,“ sagði Molli Potter að lokum.
A baby boy born at 22 weeks in our Level 3 Neonatal Intensive Care Unit (NICU) recently “graduated.” We love the cap and gown! pic.twitter.com/eWnl9cxBmg
— USA C&W Hospital (@USACWHospital) August 24, 2018