fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa einhvern tímann verið í sambúð með öðrum einstaklingi kannast eflaust við það hvernig hversdagsleg atriði tengd heimilishaldinu geta verið uppspretta endalausra rifrilda. Deilurnar geta snúist um það hvort kreista eigi tannkremstúpuna efst eða neðst eða hvernig eigi snúa klósettrúllunni. Eitt algengasta þrætuefnið hlýtur þó að vera  hvort það eigi að skola matardiskana áður en þeir eru settir í uppþvottavélina.

Nú hefur þessi aldagamla ráðgáta verið leyst. Og já, þú mátt henda diskunum í vélina án þess að skola þá. Í raun ættir þú aldrei að skola þá.

Í nýlegri grein Wall Street Journal kemur fram að einstaklingar geri sér ekki alltaf grein fyrir þeirri tækni sem heimilistæki nútímans búa yfir, þar á meðal uppþvottavélar.

Flestar uppþvottavélar í dag hafa innbyggðan skynjara sem ákveður lengd og hitastig hverrar þvottalotu fyrir sig. Þó að notast sé við sömu stillingar á vélinni í hvert sinn þá eru þvottaloturnar ekki eins, og fer það eftir því hvað og hversu mikið er sett í vélina hverju sinni.

Áður en vélin byrjar að þvo diskana fer í gang „fyrir þvott“ lota þar sem skynjarinn athugar hversu mikið magn af „lausum“ mat er fljótandi um í vélinni, eins og brauðmolar og sósa.

Sem dæmi má nefna að ef 15 diskar eru skolaðir og settir í vélina ásamt einum disk sem á eru klístraðar matarleifar þá er möguleiki á því að vélin geti ekki „skynjað“ skítuga diskinn. Semsagt: Ef þú hefur einhvern tímann tekið úr uppþvottavélinni og séð að ein röð af diskum er tandurhrein en einn diskur er ennþá skítugur, þá gæti úrskýringin verið komin.

Þá kemur fram að samkvæmt gæðaprófunum á uppþvottavélum sem framleiddar hafa verið síðustu fimm árin, eða dýrari eldri gerðum, þá eru langflestar uppþvottavélar færar um að meðhöndla leirtau með talsverðu magni af matarleifum. Það þýðir þó ekki að hægt sé að henda disk með pizzusneið eða samloku beint í vélina. Þá er mikilvægt að muna eftir að hreinsa síuna reglulega.

Þeir sem nutu lesturs þessa greinar, semog áhugafólk um uppþvottavélar, er einnig bent á meðfylgjandi myndskeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“