fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Hafði ekkert val um að leika í Mamma Mia framhaldinu

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Cher hafði ekkert val um að leika í framhaldsmyndinni Mamma Mia: Here We Go Again, sem margir hverjir bíða eftir með geysilegri eftirvæntingu.

Cher mætti sem gestur í spjallþátt Graham Norton á dögunum þegar var hún spurð hvort það hefði þurft að ganga á eftir henni vegna hlutverksins. Þá kom hún með einfalt svar: „Umboðsmaðurinn minn hringdi í mig og sagði „Þú ert í nýju Mamma Mia!“ og skellti svo beint á. Ég hafði í rauninni ekkert val.“

Cher minntist einnig á þá kostulegu staðreynd að hún væri aðeins fjórum árum eldri en dóttir hennar í myndinni, sem er að sjálfsögðu leikin af Meryl Streep.

Bætti hún við að það ylli henni engum áhyggjum. „Það er algjörlega í fínu lagi, bara töff,“ segir hún. „Ég myndi aldrei finna betra tækifæri til þess að læra af Meryl Streep, þrátt fyrir að sé varla hægt að læra það sem hún gerir.“

Með helstu hlutverk framhaldsins fer kunnuglegi leikhópur fyrri myndarinnar en við hann bætist meðal annars Lily James, Jeremy Irvine, Hugh Skinner auk Cher.

Myndin er frumsýnd 18. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“