fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

NETFLIX – The Alienist: Kornungum dragdrottningum slátrað í New York – Drungi og drama árið 1896

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 7. maí 2018 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkið af ungum dreng finnst sundurbútað á Brooklyn brúnni. Hann er klæddur í hvítan kjól og það er búið að stinga úr honum augun.

Sálfræðingurinn Dr. Laszlo Kreizl (Daniel Brühl) , teiknarinn John Moore (Luke Evans) og lögregluritarinn Sara Howard (Dakota Fanning) leitast við að leysa gátuna og nota til þess ýmsar greiningaraðferðir sem nú eru vel þekktar innan afbrotafræðinnar: Til dæmis fingrafaralestur og atferlisgreiningar sem þá voru á algjöru frumstigi.

Þættirnir eru byggðir á skáldsögum Calebs Carr sem komu út árið 1994 og nutu mikilla vinsælda.  Sögusviðið er New York árið 1896 og aðal gaurinn er hinn sérvitri og sérstaki Dr. Laszlo Kreizl.

Borgin er full af fátækum innflytjendum og íhaldssöm lögreglan, sem er vægast sagt spillt, gerir doktornum erfitt fyrir enda samúðin í garð samkynhneigðra, fátækra innflytjenda ekki svo gott sem engin á þessum árum.

Svipuð samsuða og í Mindhunter

Fyrir ykkur sem höfðuð gaman af Mindhunter eru Alienist að öllum líkindum ómissandi afþreying.

Meðan Mindhunter gerðust á áttunda áratug síðustu aldar gerast Alienist næstum hundrað árum fyrren á sama tíma er verið að vinna með svipuð viðfangsefni:

Geðbilaða raðmorðingja og viðleytni framúrstefnulegra sérfræðinga til að setja sig inn í hugarheim þeirra.

Nýjar vinnuaðferðir líta dagsins ljós og þau sem finna svörin eru nokkrir fluggáfaðir og/eða vel menntaðir einstaklingar. Ein stelpa og nokkrir strákar. Svolítið eins og hin fjögur fræknu, eða krakkarnir í Stranger Things, eða þessi fimm sem urðu til í hugarheimi Enid Blyton, nú eða þessi þrjú sem báru Mindhunter þættina uppi.

Jack the Ripper, Sherlock Holmes og Hannibal Lecter

Þáttunum hefur verið líkt við Sherlock Holmes, Jack the Ripper og Hannibal Lecter, eða réttara sagt vilja sumir meina að Alienist sé einhverskonar samsuða úr þessu þrennu.

Persónulega finnst mér þeir eiga meira skylt við áðurnefnda Mindhunter enda undirtónn sálfræðinnar gríðarlega sterkur.

Rannsóknarteymið leitast við að setja sig inn í hugarheim morðingjans og á sama tíma takast þau á við sína eigin innri djöfla sem handritshöfundum og leikstjórum tekst vel að koma til skila.

Flottir búningar en ófullkomnar útisenur

Búningarnir eru einstaklega flottir en töluvert vantar þó upp á að leikmyndin sé fullkomin.

Þáttarýnir er mögulega einum of smámunasamur en þegar maður horfir á húsin í þáttunum sést að allir gluggar á efri hæðum eru vanalega svartir. Með öðrum orðum, leikmyndin gæti verið betri sem er smá synd því „períóðan“ er að stórum hluta það sem býr til aðdráttaraflið. Engu að síður held ég að fæstir láti þetta trufla sig og allra síst gufupönkrarar og goth-arar, en þættirnir eru eins og sniðnir að þeirra smekk.

Dakota Fanning ber af

Leikararnir í þáttunum eru meira eða minna frábærir en Dakota Fanning ber alveg af. Sakleysislegt andlitið, brennandi gáfur og himinblá augu sem stinga í stúf við annars drungalegt og þunglyndislegt umhverfið.

Daniel Brühl er líka stórkostlega flottur sem „alienistinn“ Kreizler, hugrakkur, skapstyggur og andlega einangraður sálfræðisnillingur sem segir starf sitt ganga út á að hjálpa skjólstæðingum að losna úr álögum.

Alienist var á þessum tíma raunverulega notað sem starfsheiti fyrir sálfræðinga en tengingin kemur af franska orðinu aliene, sem þýðir „vitfirrtur“ og því var alieniste manneskja sem meðhöndlaði þau sem þjáðust af slíku.

Fleiri upplýsingar um þessa skemmtilegu þætti er að finna hér á IMDB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“