fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Heiða Björg um Karlalistann: „Ég skil ekki hvernig þetta framboð varð til“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. maí 2018 19:00

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rösku ári síðan var Heiða Björg Hilmisdóttir lítt þekktur borgarfulltrúi en nú er hún orðin einn umtalaðasti femínisti landsins og varaformaður Samfylkingarinnar. Kristinn hjá DV heimsótti Heiðu og ræddi við hana um stjórnmálin, #metoo-byltinguna, æsku í fátækt og son hennar, Hilmi, sem greindist yngstur Íslendinga með MS-taugasjúkdóminn.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV

Stríð við Karlalistann

Allt stefnir í að framboð til borgarstjórnar verði sautján talsins og eitt þeirra virðist sprottið af reiði í garð Heiðu Bjargar og Höllu Gunnarsdóttur, ráðgjafa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, vegna ummæla inni í lokuðum Facebook-hóp um forsvarsmenn svokallaðra feðrahreyfinga sem berjast fyrir réttindum umgengnisforeldra. Karlalistinn heitir framboðið og Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur fer þar fremstur í flokki og hann hefur deilt hart á Heiðu. Hún virðist gáttuð þegar framboðið ber á góma.

„Ég skil ekki hvernig þetta framboð varð til og finnst það sorglegt að karlar fari í slíka vörn fyrir réttindi feðra að þeir þurfa að ráðast á konur og rægja nafngreindar konur hvar sem þeir kona. Það hefur aldrei verið skortur á karlmönnum og karlkyns viðhorfum í pólitík. Konur hafa aldrei verið í meirihluta á Alþingi og í pólitík, aldrei. Þeir halda ábyggilega að þeir fái einhverja athygli út á þessa þráhyggju af mér og Höllu. Þeir hafa kallað það aðför að feðrahreyfingum að ég hafi sett „like“ við einhver ummæli í lokuðum hópi en mér finnst það ansi langt seilst.“

Heiða segist hafa fulla samúð með umgengnisforeldrum og þeim sem verða fyrir tálmunum en fráleitt að fólk geti notað þetta sem vopn gegn femínistum. Þetta séu tveir algjörlega ólíkir hlutir.

„Börn eiga að sjálfsögðu rétt á að þekkja foreldra sína en ef að barnið er í hættu þá verðum við að horfa á hlutina út frá réttindum þess og ég trúi þolendum þegar þeir segja frá. Femínisminn gengur út frá að jafna rétt kynjanna, líka inni á heimilunum og það á við eftir skilnað líka. Ég hefði haldið að við og forsvarsmenn umgengnisforeldra værum bandamenn í þessari baráttu og nær væri að beina kröftum okkar fyrst og fremst í að koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi gegn börnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“