fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fastir pennarFókus

Af hverju „elskum“ við morð?

Fókus
Sunnudaginn 2. maí 2021 15:30

Ted Bundy gerðist sekur um hryllilega glæpi. Hann eignaðist engu að síður marga aðdáendur, sér í lagi kvenkyns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarkona Poppsálarinnar, skrifar:

Í nýjasta þættinum af Poppsálinni fær Elva Björk til sín Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Þær ræða um þann mikla áhuga sem almenningur hefur á afbrotum og mögulegar skýringar á þessum áhuga sem Margrét segir að eigi sér oft eðlilegar skýringar.

Theodore Robert Bundy, eða Ted Bundy, var bandarískur raðmorðingi sem drap margar ungar konur og stelpur í kringum 1970. Fjöldi fórnarlamba hans er óljós en hann játaði á sig 30 morð á tímabilinu 1974 til 1978. Fjöldin allur af bókum, þáttum og heimildamyndum hafa verið gerðar um Ted Bundy og átti hann óteljandi aðdáendur. Fólk, og þá sérstaklega konur, sendu honum aðdáendabréf og ástarbréf, flykktust að honum og segja má að hann hafi mætt í dómsal með aðdáendahóp, eða „grúppíur”, með sér.

Áhugi okkar mannfólksins á afbrotum og sakamálum birtist ekki bara í óvenjulegum sögum eins og ást margra á Ted Bundy. Áhuginn birtist einnig í vinsældum sakamálaþátta og heimildamynda um morðingja í sjónvarpinu, fjölda allra hlaðvarpsþátta um glæpi og morð og óteljandi sögum um slík mál.

Elva Björk. Mynd/Valli

Konur áhugasamari

Margrét segir skýringarnar á þessum áhuga geta verið margvíslegar. Í fyrstu má nefna þær tilfinningar sem við sækjum í þegar við lesum sakamálasögur eða hlustum á hlaðvarp um morðingja. Við sækjum í spennuna og óhugnaðinn þar sem þetta eru sterkar tilfinningar. Þetta svipar til áhuga okkar á draugasögum í barnæsku. Það er því alveg mannlegt að hafa áhuga á einhverju sem okkur þykir óhugnanlegt og óttumst. Fordæming og andúð okkar á gerendum og samúð með þolendum eru einnig tilfinningar sem við sækjum í, sem og gleðitilfinningin sem við upplifum þegar réttlætinu fullnægt.

Konur virðast frekar hafa áhuga á svona málum en karlar. Rannsóknir benda þó ekkert til þess að konur hafi meiri þörf fyrir spennu en karlar en þær óttast meira ofbeldisafbrot en þeir. Þær hafa meiri áhyggjur af slíkum glæpum og gæti það tengst því að þær hafi meiri áhuga á raunverulegum glæpamálum. Konur hafi mögulega einnig meiri þörf fyrir að hlusta á raunveruleg mál til að skilja betur og jafnvel undirbúa sig ef þær skyldu lenda í svipuðum aðstæðum. Konum er kennt frá barnsaldri að vera stöðugt á varðbergi. Hætturnar virðast leynast víða.  Konur kvíði því meira ofbeldi en karlar og róa mögulega kvíðann með glæpasöguáhuganum þar sem þær ná að undirbúa sig betur.

Vilja kynnast glæpamönnum

Í þættinum ræða þær Margrét og Elva einnig hve mannlegt það er að sameinast í fordæmingu gegn einhverjum sem brýtur reglur samfélagsins. Með því skerpum við á reglum okkar. Við minnum hvort annað á að þetta líðst ekki í samfélaginu. Viðbrögð okkar til dæmis við því þegar einhver brýtur sóttkví eða einangrun í samkomubanni á tímum kórónuveirufaraldursins sýnir þetta vel. Með sterku og neikvæðu viðbrögðunum erum við að skerpa á reglunum okkar á milli í samfélaginu og minnum hvort annað á að þetta má ekki.

Einnig ræðar þær þá hugmynd að konur sæki í að kynnast glæpamönnum og þá sérstaklega morðingjum og verði jafnvel ástfangnar af þeim. Er þetta kynjaskipt hegðun, eru konur líklegri til að sækja í persónulegt samband við glæpamenn og af hverju eða einskorðast þessi hegðun ekki bara við konur?

Hægt er að nálgast nýjasta þáttinn hér:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður

Matur og heimili: Leyndardómar 20&sjö Mathús bar og draumagarður afhjúpaður
Fókus
Í gær

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf

Tók ekki við verðlaununum því hún var upptekin við að stunda kynlíf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Morðið kom upp um framhjáhald prestsins – Morðinginn hélt hjartnæma ræðu í jarðarförinni

Sakamál: Morðið kom upp um framhjáhald prestsins – Morðinginn hélt hjartnæma ræðu í jarðarförinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur

Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í trekant – Fjórar mikilvægar reglur